Fótbolti

Rekinn af velli fyrir að móðga systur dómarans

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Tevez gengur hér svekktur af velli.
Tevez gengur hér svekktur af velli. vísir/getty
Gærkvöldið var skrautlegt hjá argentínska knattspyrnumanninum, Carlos Tevez.

Aðeins þrem mínútum eftir að hann hafði skorað fyrir Boca Juniors gegn Belgrano var hann rekinn af velli.

Tevez fékk að líta gula spjaldið fyrir tæklingu og brást afar illa við því að fá spjald. Hann öskraði á dómarann að systir hans væri hóra. Fyrir það fauk hann eðlilega af velli. Allt varð vitlaust á vellinum í kjölfarið en það breytti því ekki að Tevez þurfti að fara í snemmbúna sturtu.

Það hafði þó ekki áhrif á gang leiksins því Boca vann auðveldan sigur, 3-0. Tevez fauk af velli á 36. mínútu í stöðunni 1-0 en einum færri vann Boca, 2-0.

Tímabilið í Argentínu er nýfarið af stað og þetta var leikur í annarri umferð argentínsku úrvalsdeildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×