Erlent

Þingið samþykkir að nei þýði nei

Guðsteinn Bjarnason skrifar
Þingmenn á þjóðþinginu í Berlín greiða atkvæði um nýju lögin.
Þingmenn á þjóðþinginu í Berlín greiða atkvæði um nýju lögin. vísir/epa
Framvegis verður hægt að dæma einstaklinga fyrir kynferðislegt ofbeldi í Þýskalandi ef ljóst þykir að fórnarlamb glæpsins hafi mótmælt, jafnvel þótt hvorki hafi verið beitt líkamlegu ofbeldi né augljósum hótunum.

Lagabreyting þessa efnis var samþykkt í gær og þar með tók þýska þjóðþingið af skarið um að „nei þýði nei”. Konur jafnt sem karlar hafi skýlausan rétt til þess að stjórna sér sjálf í kynferðislegum samskiptum.

Með þessu er þingið ekki síst að bregðast við atburðunum í miðborg Kölnar og víðar í þýskum stórborgum síðastliðna nýársnótt, þegar fjölmargar konur urðu fyrir því að hópar manna réðust að þeim, káfuðu á þeim og stálu frá þeim verðmætum.

Dómstólar hafa átt erfitt með að fella dóma í málum af því tagi vegna þess að konurnar hafi við þessar aðstæður oft ekki treyst sér til þess að spyrna á móti ofureflinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×