Fiskar og vatnsaflsvirkjanir Hilmar J. Malmquist skrifar 26. janúar 2016 07:00 Landsvirkjun og Veiðimálastofnun stóðu á dögunum fyrir opnum fundi sem bar yfirskriftina Fiskar og vatnsaflsvirkjanir. Þar greindu sérfræðingar Veiðimálastofnunar frá niðurstöðum rannsókna sinna á áhrifum vatnsaflsvirkjana á laxfiska, einkum lax en einnig bleikju og urriða. Þetta var mikilvægur fundur í ljósi þess að Landsvirkjun er mjög umsvifamikill gerandi og áhrifavaldur í straumvötnum landsins og um að tefla afar dýrmæta og mikilvæga náttúruauðlind. Fundurinn stóð í 1,5 klst. og flutt voru fimm erindi auk umræðna. Eins og gefur að skilja gafst ekki tóm á svo stuttum tíma til að fjalla á heildstæðan eða ítarlegan hátt um málefnið. Aftur á móti er mjög brýnt að gera sér grein fyrir því að viðfangsefnið er mun víðtækara en svo að áhrif virkjana taki einvörðungu til laxfiska og vatnavistkerfa, eða að verðmæti fiska séu bundin við þætti sem telja má til króna og aura, t.d. að hver lax sé verðmetinn á um 1,5 milljónir kr. í samhengi stangveiðinnar eins og einn fundargesta tók fram. Slíkt verðmat er mikilvægt en það er bara einn þáttur af mörgum sem líta ber til þegar spáð er í verðmæti laxfiska og vistkerfa. Ef ekki er reiknað með öllum helstu verðmætaþáttunum í dæminu verður útkoman röng. Í umræðum var tæpt á þætti sem ekki telst til beinna efnahagslegra gæða en það eru verðmæti sem felast í mismunandi stofngerð laxfiska m.t.t. lífsögu og útlits (t.d. stærð, vaxtarhraði og kynþroskaaldur) og endurspegla aðlögun fiskanna að ólíkum lífsskilyrðum í vötnunum sem þeir hafa alist upp í. Bent var á að íslenskir laxfiskastofnar hafa mikla sérstöðu og vísað til aðlögunar að lífi í jökul- og lindaám, en slíkar vatnagerðir búa yfir sérstökum eiginleikum og eru fágætar á hnattræna vísu. Verðmæti af þessu tagi hafa þegar farið forgörðum við virkjun íslenskra vatnsfalla og hætt við að fleiri laxfiskastofnar muni glatast ef heldur fram sem horfir með virkjunaráform. Það er vissulega rétt að stofnar laxfiska hafa vaxið í sumum jökulám eftir að þær hafa verið virkjaðar, en að kalla slík áhrif „jákvæð“ er tvíbent í hinu stóra samhengi. Það verður að skiljast að eftir því sem virkjuðum vatnsföllum fjölgar, eykst einsleitni í straumvötnum okkar vegna vatnsmiðlunar og -stýringar og þeim fækkar vatnsföllunum sem lúta gangi náttúrunnar. Hvað jökulárnar varðar þá hverfur aurinn og þær blána, vatnsrennsli jafnast út á ársgrunni og flestir umhverfisþættir, m.a. vatnshiti og efnabúskapur, verða stöðugri. Með þessum og álíka umhverfisbreytingum er vegið að rótum þess sem alið hefur af sér fjölbreytileika í íslenskum laxfiskastofnum, sem er fjölbreytileiki í lífsskilyrðum. Sumar aðlaganir fiskanna eru arfbundnar og með því að steypa fiskana í sama mót rýrum við ekki einasta líffræðilegan fjölbreytileika heldur kippum við grundvellinum einnig undan möguleikum á þróun lífs. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar spáð er í áhrif vatnsaflsvirkjana á fiska sem lifa í ferskvatni. Það er svo annað mál, en e.t.v. ekki minna mikilvægt, hvaða áhrif vatnsaflsvirkjanir hafa á fiska sem lifa allan sinn aldur í söltum sjó, en um þá fiska eða aðra þætti í sjávarlífríkinu var ekki fjallað á fundinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Réttlæti Hallgríms Helgasonar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hversu góð eru laun lækna? Teitur Ari Theodórsson Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Atvinnubótastarfsemi framboða DIljá Mist Einarsdóttir Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær nær Bitcoin $1,000,000? Víkingur Hauksson skrifar Skoðun „Hækkar bara og hækkar“ Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Kveðja, nýútskrifaði kennarinn Hugrún Stefánsdóttir skrifar Skoðun Veljum stöðugleika og fyrirsjáanleika Ester Straumberg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ábending um dagskrárefni til RUV ohf. Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Á að skipta máli hverra manna þú ert? Logi Einarsson skrifar Skoðun Hvers virði er líf kvenna? Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Að mæta ástandinu Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera svín 2024 Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Þrælar bankanna, lykiltölur Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Þriðji orkupakkinn: Almannahagsmunir á krossgötum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir í húsnæðismálum strax! Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun xD frelsi til að halda ungu fólki niðri Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Afstöðuleysi Íslands óþolandi – Stöndum með vistkerfum sjávar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Þess vegna talar ChatGPT íslensku Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar Skoðun Gleðilega töfrandi kosningabaráttu Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Samfylkingin óspjallaða Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Fjármögnum háskólana til jafns við hin Norðurlöndin Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að kjósa Sjálfstæðisflokkinn? Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Mennska eða harka í málefnum hælisleitenda Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun „Ekki í mínum bakgarði, TAKK!“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Börnin okkar á biðlistunum Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Leiðtogar í grænum umskiptum Nótt Thorberg skrifar Skoðun „Samningana í gildi“ Pjetur St. Arason skrifar Skoðun Ég er alveg nógu verðmæt eins og ég er! Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Landsvirkjun og Veiðimálastofnun stóðu á dögunum fyrir opnum fundi sem bar yfirskriftina Fiskar og vatnsaflsvirkjanir. Þar greindu sérfræðingar Veiðimálastofnunar frá niðurstöðum rannsókna sinna á áhrifum vatnsaflsvirkjana á laxfiska, einkum lax en einnig bleikju og urriða. Þetta var mikilvægur fundur í ljósi þess að Landsvirkjun er mjög umsvifamikill gerandi og áhrifavaldur í straumvötnum landsins og um að tefla afar dýrmæta og mikilvæga náttúruauðlind. Fundurinn stóð í 1,5 klst. og flutt voru fimm erindi auk umræðna. Eins og gefur að skilja gafst ekki tóm á svo stuttum tíma til að fjalla á heildstæðan eða ítarlegan hátt um málefnið. Aftur á móti er mjög brýnt að gera sér grein fyrir því að viðfangsefnið er mun víðtækara en svo að áhrif virkjana taki einvörðungu til laxfiska og vatnavistkerfa, eða að verðmæti fiska séu bundin við þætti sem telja má til króna og aura, t.d. að hver lax sé verðmetinn á um 1,5 milljónir kr. í samhengi stangveiðinnar eins og einn fundargesta tók fram. Slíkt verðmat er mikilvægt en það er bara einn þáttur af mörgum sem líta ber til þegar spáð er í verðmæti laxfiska og vistkerfa. Ef ekki er reiknað með öllum helstu verðmætaþáttunum í dæminu verður útkoman röng. Í umræðum var tæpt á þætti sem ekki telst til beinna efnahagslegra gæða en það eru verðmæti sem felast í mismunandi stofngerð laxfiska m.t.t. lífsögu og útlits (t.d. stærð, vaxtarhraði og kynþroskaaldur) og endurspegla aðlögun fiskanna að ólíkum lífsskilyrðum í vötnunum sem þeir hafa alist upp í. Bent var á að íslenskir laxfiskastofnar hafa mikla sérstöðu og vísað til aðlögunar að lífi í jökul- og lindaám, en slíkar vatnagerðir búa yfir sérstökum eiginleikum og eru fágætar á hnattræna vísu. Verðmæti af þessu tagi hafa þegar farið forgörðum við virkjun íslenskra vatnsfalla og hætt við að fleiri laxfiskastofnar muni glatast ef heldur fram sem horfir með virkjunaráform. Það er vissulega rétt að stofnar laxfiska hafa vaxið í sumum jökulám eftir að þær hafa verið virkjaðar, en að kalla slík áhrif „jákvæð“ er tvíbent í hinu stóra samhengi. Það verður að skiljast að eftir því sem virkjuðum vatnsföllum fjölgar, eykst einsleitni í straumvötnum okkar vegna vatnsmiðlunar og -stýringar og þeim fækkar vatnsföllunum sem lúta gangi náttúrunnar. Hvað jökulárnar varðar þá hverfur aurinn og þær blána, vatnsrennsli jafnast út á ársgrunni og flestir umhverfisþættir, m.a. vatnshiti og efnabúskapur, verða stöðugri. Með þessum og álíka umhverfisbreytingum er vegið að rótum þess sem alið hefur af sér fjölbreytileika í íslenskum laxfiskastofnum, sem er fjölbreytileiki í lífsskilyrðum. Sumar aðlaganir fiskanna eru arfbundnar og með því að steypa fiskana í sama mót rýrum við ekki einasta líffræðilegan fjölbreytileika heldur kippum við grundvellinum einnig undan möguleikum á þróun lífs. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar spáð er í áhrif vatnsaflsvirkjana á fiska sem lifa í ferskvatni. Það er svo annað mál, en e.t.v. ekki minna mikilvægt, hvaða áhrif vatnsaflsvirkjanir hafa á fiska sem lifa allan sinn aldur í söltum sjó, en um þá fiska eða aðra þætti í sjávarlífríkinu var ekki fjallað á fundinum.
Skoðun Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar
Skoðun Uppbygging heilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni: Er það á stefnuskránni fyrir þessar kosningar? Hildigunnur Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Er Kristófer talsmaður skyndilegrar skattheimtu á ferðaþjónustu? Ingvar Örn Ingvarsson skrifar