Lífið

Komu farþegum skemmtilega á óvart

Samúel Karl Ólason skrifar
Einn lítill, sem virðist sátt við gjöfina.
Einn lítill, sem virðist sátt við gjöfina.
Farþegum frá Bristol og London var heldur betur komið á óvart við komuna til Keflavíkur í síðustu viku. Farþegarnir stóðu við færibandið og biðu eftir því að fá töskurnar sínar, en þess í stað fengu þau Jónsa, sem oftast er kenndur við hljómsveitina Í svörtum fötum, og páskaegg að gjöf.

Ferðamennirnir virðast bara hafa tekið frábærlega í þetta.

Verkefnið var unnið af Isavia, framleiðslufyrirtækinu Silent og Hvíta húsinu. Myndband af uppákomunni var birt á Facebook síðu Keflavíkurflugvallar nú í morgun. Sjá má myndbandið hér að neðan.

Gleðilega páska!

Farþegar að koma frá Bristol og London áttu ekki von á þessu þegar þau sóttu farangur sinn á Keflavíkurflugvelli! :) Gleðilega páska öllsömul!-------Passengers arriving from Bristol and London had no idea they would get such a sweet welcome at Keflavik airport! Happy Easter everyone! :) #warmwelcome #wheninKEF

Posted by Keflavik International Airport on Thursday, March 24, 2016





Fleiri fréttir

Sjá meira


×