Lífið

Tísti um ómennska gyðinga og svægi Hitlers

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Hér má sjá hluta þess sem TayTweets sendi frá sér.
Hér má sjá hluta þess sem TayTweets sendi frá sér. myndir/skjáskot
Líkt og áður hefur komið fram á Vísi í dag þá neyddist Microsoft til að eyða stórum hluta tísta frá Twitter-„botta“ sem fyrirtækið skapaði eftir að uppfinningin sendi frá sér fjölda rasískra ummæla.

TayTweets var hugsað sem einföld gervigreindarvél sem gæti átt í samræðum við notendur samskiptamiðilsins. Hún átti meðal annars að geta lesið í emoji-tákn, brugðist við myndum og texta notenda.

Netið gleymir ekki svo auðveldlega og notendur sem áttu í samræðum við apparatið tóku skjáskot af allra verstu tístunum. Þeim var síðan hlaðið inn á Imgur og er hægt að skoða þau með því að smella hér.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×