Viðskipti innlent

SAS fljúg­a frá Kaup­mann­a­höfn til Kefl­a­vík­ur

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Stærsta flugfélag Norðurlanda, SAS, mun í dag hefja flug frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur. Verður flogið einu sinni á dag, allt árið, eins og félagið gerir frá Ósló. Þetta er í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem SAS flýgur þessa leið en um 437 þúsund farþegar flugu á milli Keflavíkur og Kaupmannahafnar í fyrra.

Þetta kemur fram á vefnum Túristi.

Þar segir að farþegum á leiðinni hafi fjölgað um sex af hundraði í fyrra. Icelandair fljúgi allt að fimm sinnum á dag til Kaupmannahafnar og hafi verið fjórtánda stærsta flugfélagið á Kaupmannahafnarflugvelli. Þrátt fyrir það hafi íslensku fyrirtækin ekki fengið samkeppni frá öðrum flugfélögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×