Nauðsynlegt að gera breytingar á búvörusamningum Höskuldur Kári Schram skrifar 7. júní 2016 18:45 Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja. Búvörusamningar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira
Lilja Rafney Magnúsdóttir varaformaður atvinnuveganefndar Alþingis segir nauðsynlegt að gera verulega breytingar á búvörusamningum til að hægt verði að skapa sátt um málið. Hún vill fresta gildistöku á sauðfjárhlutanum, endurskoða tollamál og styrkja endurskoðunarákvæði samninganna. Sigurður Ingi Jóhannsson þáverandi landbúnaðarráðherra undirritaði búvörusamninga í febrúarmánuði síðastliðnum með fyrirvara um samþykki Alþingis. Bændur samþykktu samninga fyrir sitt leyti í atkvæðagreiðslu sem lauk í lok marsmánaðar en Alþingi á enn eftir að afgreiða máilð. Samningarnir eru afar umdeildir. Félag atvinnurekenda telur að ráðherra hafi mögulega brotið lög þegar hann undirritaði samningana og Samtök verslunar og þjónustu efast um að þeir standist stjórnarskrá. Samningarnir eru ennfremur sagðir grafa undan samkeppni í mjólkuriðnaði og svínabændur hafa gagnrýnt tollahlutann harðlega. Þrátíu og sjö prósent sauðfjárbænda greiddu atkvæði gegn samningunum. Atvinnuveganefnd fundaði um málið í gær en Jón Gunnarsson formaður nefndarinnar sagðist í hádegisfréttum Bylgjunnar á sunnudag vonast til þess að hægt verði að skapa sátt um málið og útilokaði ekki breytingar. Lilja Rafney Magnúsdóttir þingmaður vinstri grænna og varaformaður nefndarinnar segir nauðsynlegt að taka mið af þeirri gagnrýni sem hefur komið fram meðal annars varðandi tollamál. „Og ég tel að þessi búvörusamningur eins og hann liggur fyrir er ekki nógu góður. Og spurning um hvort það mætti fresta sauðfjárhlutanum. Hann rennur ekki úr gildi fyrr en eftir ár og skoða þann hluta betur,“ segir Lilja. Þá vill hún einnig styrkja endurskoðunarákvæði samninganna en nú gert ráð fyrir því að þeir verði endurskoðaðir árið 2019 og aftur árið 2023. „Það verður að vera eitthvað gagna af þeim. Ekki bara að það sé endurskoðað og það sé ekki neinn möguleiki að gera neinar breytingar,“ segir Lilja.
Búvörusamningar Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent „Vladímír, HÆTTU!“ Erlent Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Innlent Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Innlent Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Svara ákalli foreldra Innlent Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa Erlent Fleiri fréttir Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Sjá meira