Fótbolti

Evrópa fær hjálp við að bera fram íslensku nöfnin: "Cow-ree Our-na-son“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Kári Árnason eða Cow-ree Our-na-son
Kári Árnason eða Cow-ree Our-na-son vísir/getty
Á heimasíðu Evrópumótsins í fótbolta má finna lista yfir nöfn leikmanna liðanna 24 á EM 2016 og leiðbeiningar um hvernig á að bera þau fram.

Sagt er að um sé að ræða öll nöfnin á EM en svo er svo sannarlega ekki. Evrópa fær til dæmis aðeins hjálp við að bera fram nöfn sex íslenskra landsliðsmanna.

Það eru þeir Haukur Heiðar Hauksson, Arnór Ingvi Traustason, Kári Árnason, Theodór Elmar Bjarnason, Birkir Bjarnason og Rúnar Már Sigurjónsson. Reyndar er bara kennt að bera fram eftirnafn Elmars og Birkis.

Kári Árnason skal á ensku bera fram „Cow-ree Our-na-son“ og Haukur Heiðar Hauksson er „How-koor Hey-thar Howk-son“. Ef einhver vill ávarpa Rúnar Már Sigurjónsson sem kann ekki ensku er gott að leggja þetta á minnið: „Roo-nar Maur Seeg-ur-yo-nson“.

Framburðurinn á ensku:

Haukur Heiðar Hauksson - How-koor Hey-thar Howk-son

Arnór Ingvi Traustasson – Ar-nor Eeng-vee Troy-sta-son

Kári Árnason – Cow-ree Our-na-son

Elmar og Birkir Bjarnason – Byard-na-son

Rúnar Már Sigurjónsson – Roo-nar Maur Seeg-ur-yo-nson

Hér má sjá allan listann.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×