Ásta Kristín í skaðabótamál við ríkið: Orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki Birgir Olgeirsson skrifar 7. júní 2016 11:44 Ásta Kristín við uppkvaðningu sýknudómsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Stefán Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“ Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Ásta Kristín Andrésdóttir hjúkrunarfræðingur hefur gert bótakröfu á hendur íslenska ríkinu vegna fjártjóns og miska sem hún varð fyrir vegna sakamálarannsóknar og ákæru á hendur sér. Var Ásta Kristín sökuð um yfirsjón í starfi sem leiddi til dauða sjúklings á gjörgæsludeild Landspítalans 3. október árið 2012. Hún var sýknuð af ákæru embættis ríkissaksóknara og ákvað embættið að áfrýja þeim dómi ekki fyrir Hæstarétti og var því þar með lokið. Í tilkynningu frá lögmanni hennar, Einari Gauti Steingrímssyni, byggist fjárkrafa hennar annars vegar á launatekjutapi vegna breytinga á starfi hennar meðan hún var undir ákæru og hins vegar á launtekjutapi erlendis en henni var ókleift að vinna þar meðan hún var undir ákæru. Er krafan um miska er reist á nokkrum atriðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. Nefnir Einar Gautur að í fyrsta lagi hafi samspil spítalarannsóknar og lögreglurannsóknar orðið til þess að Ástu var í raun talin trú um að hún væri völd að dauða manns. Það hefði ekki gerst ef lögreglan hefði sjálf séð um fyrstu yfirheyrslu og lögmaður komið að málinu að mati Einars. „Sömuleiðis ef spítalinn hefði klárað það sem hann byrjaði á í rannsókn þess. Við réttarhöldin kom í loks í ljós að atvik gátu ekki hafa gerst með þeim hætti sem talið var og hún sýknuð,“ skrifar Einar. Í öðru lagi er byggt á því að lagaumgjörðin um rannsókn málsins hafi verið í andstöðu við stjórnarskrá og það hafi verið aðalástæða þess hvernig fór. „Spítalinn var settur í þá aðstöðu að eiga að rannsaka atvikið og senda tilkynningu til lögregluyfirvalda. Spítalinn rannsakar málið í fyrirbyggjandi tilgangi og hefur þá eðlilega ekki í huga réttarreglur sakamálalaga sem eiga að koma í veg fyrir að saklaust fólk liggi undir grun. Lögreglu var síðan ætlað að framkvæma hina eiginlegu rannsókn. Í stað þess að rannsaka málið í þaula hrapaði lögreglan að þeirri niðurstöðu að málið lægi ljóst fyrir í stað. Það er síðan ekki fyrr en við aðalmeðferð málsins fyrir dómi að endanlega kemur í ljós að enginn glæpur hafði verið framinn og þar með gat enginn hafa gerst sekur um hann.“ Í þriðja lagi er tiltekið hve lengi Ásta var undir grun og ákæru. Það hafi valdið henni og fjölskyldu hennar mikilli vanlíðan og skaðaði hana bæði á líkama og sál og er fjölmiðlaumfjöllun sögð ekki hafa bætt úr. Í fjórða lagi hefur orðstír hennar sagður hafa beðið hnekki og segir Einar Gautur að það breyti engu þó Ásta Kristín hafi verið hvítþvegin fyrir dómstólum. „Almennt er fólk ekki svo vel lesið í málinu að hún verði hvítþvegin í huga margra samborgara sinna. Orðstír hennar mun því alltaf bíða hnekki.“
Hjúkrunarfræðingur sýknaður af ákæru um manndráp Landspítalinn Dómsmál Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34 Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10 Mest lesið Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Innlent „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Innlent Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Innlent Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Erlent Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Innlent Tvær bílveltur með stuttu millibili Innlent Hvernig skiptast fylkingarnar? Innlent Holtavörðuheiðinni lokað Innlent Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Erlent Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar Innlent Fleiri fréttir „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Kvikusöfnun heldur áfram Guðni stóð vaktina á Háskóladaginn Sagan skrýtna af nafngift Air Atlanta-flugfélagsins Flæddi í fleiri kjallara og grjót á víð og dreif á Seltjarnarnesi Nanna hneykslast á gervigreindarmyndum í nýjum þáttum RÚV Lögblindur prestur spilar snóker og bridds eins og ekkert sé Staðan snúnari eftir „fyrirsátur“ í Hvíta húsinu Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Sjá meira
Hjúkrunarfræðingurinn sýknaður af ákæru um manndráp af gáleysi Landspítalinn einnig sýknaður og öllum bótakröfum vísað frá. 9. desember 2015 10:34
Ásta Kristín: Þriggja ára martröð lokið Glöð að sjá að dómararnir trúðu henni. 9. desember 2015 14:10