Viðskipti innlent

Hagvöxtur 4,2 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins

ingvar haraldsson skrifar
Búist er við því að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári.
Búist er við því að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári. Vísir/Pjetur
Landsframleiðslan á fyrsta ársfjórðungi 2016 jókst um 4,2 prósent miðað við fyrsta ársfjórðung 2015 samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands.

Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, um 8,3 prósent. Einkaneysla jókst um 7,1 prósent, samneysla um 0,1 prósent og fjárfesting um 24,5 prósent. Útflutningur jókst um 6,4 prósent en innflutningur töluvert meira, eða um 15,2 prósent.

Þá spáir Hagstofan því að hagvöxtur verði 4,3 prósent á þessu ári og 3,5 prósent árið 2017.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×