Guðni Th. fór fram á að vera færður til vegna kvennalandsliðsins Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. júní 2016 08:58 Sara Björk Gunnarsdóttir verður í eldlínunni með kvennalandsliðinu á Laugardalsvelli í kvöld. vísir/stefán Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag. Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Kvennalandsliðið í knattspyrnu getur tryggt sæti sitt í lokakeppni EM árið 2017 í Hollandi með sigri á Makedóníu á Laugardalsvelli í kvöld. Eins og fram hefur komið verður allur leikurinn í beinni útsendingu á RÚV 2, hliðarrás RÚV, vegna viðtalsþáttar við Guðna Th. Jóhannesson forsetaframbjóðanda sem hefst klukkan 19:35 á RÚV. Leikurinn hefst klukkan 19:30. Viðtöl við alla níu forsetaframbjóðendurna verða á dagskrá RÚV klukkan 19:35 næstu tvær vikurnar og ríður Guðni á vaðið í kvöld. Viðtölin hafa þegar verið tekin upp og því aðeins spurning um tímasetninguna á því hvenær þau eru birt. Gagnrýnt hefur verið að æfinga- og kveðjuleikur karlaliðsins gegn Liechtenstein í gærkvöldi var á RÚV og því einnnig aðgengilegur í háskerpu, ólíkt hliðarrásinni. RÚV brást við athugasemdum og hliðraði til í dagskránni á aðalrásinni svo að síðari hálfleikurinn verður sýndur á RÚV og RÚV HD. Guðni Th. greinir frá því á Facebook að hann hafi hvatt RÚV til þess að hliðra sínum þætti í kvöld til þess að kvennalandsleikurinn geti verið öllum aðgengilegur á RÚV. „Að gefnu tilefni vil ég taka fram að ég vildi endilega að væntanlegur sjónvarpsþáttur um mitt forsetaframboð yrði færður til eins og þyrfti svo að unnt yrði að sýna kvennaleikinn allan á aðalrás RÚV annað kvöld. Skilaboð um það voru send upp í Efstaleiti en þar var ákveðið að ekki mætti hnika til dagskrártíma. Það verður þá að hafa það.“ Guðni var meðal áhorfenda á Laugadalsvelli í gær og sömu sögu er að segja um Davíð Oddsson. Þeir urðu vitni að 4-0 sigri á Liechtenstein í síðasta leiknum á íslenskri grundu undir stjórn Lars Lagerbäck. Karlaliðið heldur til Frakklands í dag.
Forsetakosningar 2016 Fótbolti Tengdar fréttir Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27 RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18 Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Fleiri fréttir Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Sjá meira
Æfingaleikur karla fyrir alla og í háskerpu en ekki keppnisleikur kvenna "Til háborinnar skammar“ segir knattspyrnukona um ákvörðun RÚV. 6. júní 2016 09:27
RÚV bregst við og sýnir seinni hálfleikinn strax að loknu viðtali við Guðna Th. Stelpurnar okkar tryggja sér að öllum líkindum sæti á EM annað kvöld þegar Makedónía kemur í heimsókn á Laugardalsvöll. 6. júní 2016 10:18