Heill mánuður af góðgerðarstarfsemi á Ramadan Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. júní 2016 06:00 Ahmad Seddeq (t.v.). Vísir/GVA Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Ramadan, helgasti mánuður múslima, hófst í fyrrinótt. „Í ramadan föstum við í heilan mánuð. Fastan hefst stuttu fyrir sólarupprás og lýkur við sólsetur. Við neytum hvorki matar né drykkjar,“ segir Ahmad Seddeq, ímam Menningarseturs múslima á Íslandi. Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi, hins trúfélags múslima, segir sinn söfnuð fasta frá sólarupprás og til níu að kvöldi. Þó séu sumir innan safnaðarins sem fasti allan daginn. „Við í Félagi múslima kjósum að gera þetta svona því þetta er svo erfitt fyrir fólk,“ segir Salmann.Salmann Tamimi, formaður Félags múslima á Íslandi. Vísir/Anton BrinkSalmann segir fleira felast í föstunni. „Þetta snýst ekki bara um að hætta að borða og drekka heldur á maður að hætta öllu ljóta helvítinu sem maður gerir í sínu daglega lífi. Svo á maður að biðja og vera góður við fólk. Þennan mánuð gefum við fátækum ölmusu. Þetta er heill mánuður af góðgerðarstarfsemi,“ segir Salmann. Föstuna segir Salmann vera tilskipun frá guði til að minnast þeirra sem eiga ekki jafn mikið og við og til að læra að stjórna sjálfum sér. „Þetta er fallegasti mánuður ársins í íslamska heiminum. Það eru allir svo glaðir. Maður finnur til samkenndar með fólki sem á ekki neitt,“ segir Salmann. Þá segir Ahmad föstu ramadanmánaðarins ekki auðvelda. „Fastan hefur hins vegar ýmsa kosti. Maður lærir að hafa hemil á löngunum sínum. Fólk elskar mat og drykk, ekki bara til að fá næringu heldur af því það er gott að borða og drekka. Fastan getur kennt manni að venja sig af ósiðum ef maður er viljasterkur,“ segir Ahmad. Engin borg í heimi býr við lengri föstu en Reykjavík, 21,5 klukkutíma á sólarhring. Þrátt fyrir lengd föstunnar segir Ahmad hana ekki erfiða. „Á Íslandi er gott veður þannig að fastan er ekki svo erfið. Í Mið-Austurlöndum, þar sem er hlýrra, er hún erfiðari. Í fjörutíu stiga hita ertu orðinn þyrstur eftir tveggja tíma föstu. Á Íslandi geturðu fastað í tuttugu tíma án þess að verða þyrstur,“ segir Ahmad Seddeq. Reglur föstunnar Fasta hefst við sólarupprás Föstu lýkur við sólsetur Ekkert má borða þess á milli Ekkert má drekka heldur (ekki einu sinni vatn) Engar samfarir Aldraðir, veikir, óléttar konur o.fl. fá undanþáguGreinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 7. júní 2016 Karlmaður gluggar í Kóraninn í mosku Félags múslima við Ármúla í Reykjavík.vísir/Hanna
Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira