Sigmundur Davíð reiðubúinn í þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2016 20:02 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra í þættinum Eyjunni í umsjón Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 í kvöld. „Tökum dæmi af stóru og umdeildu máli eins og verðtryggingunni. Þar hafa menn tekist á árum saman og ekki náð að leiða það til lykta í rökræðu. Ríkisstjórnin er með ákveðin áform í því efni sem hún vinnur að. Við finnum fyrir mótþróa á ýmsum stöðum og höldum áfram að reyna að ýta þessu áfram og breyta og bæta fjármálakerfið. [...] Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Björn Ingi spurði forsætisráðherra beint hvort verðtryggingin væri mál sem hann væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði Sigmundur að hann væri tvímælalaust til í það. Hann kvaðst sannfærður um að hann fengi stuðning þjóðarinnar við afstöðu sína en eins og kunnugt er hefur Sigmundur talað fyrir afnámi verðtryggingar. „En jafnvel þó ég væri það ekki þá ætti ég samt að vera til í þetta vegna þess að ég ætti þá bara að sætta mig við það og auðvitað myndi ég gera það.“ Sigmundur sagði að með auknu beinu lýðræði myndi umræða sem byggðist á staðreyndum málsins aukast. „Þegar menn þurfa að fara að greiða atkvæði þá fara menn að ræða hlutina og skoða þá út frá staðreyndunum, rökræða þá en þegar ekkert slíkt er undir þá eru fullyrðingarnar út og suður og við heyrum bara frá mönnum eins og Þorsteini Pálssyni og slíkum.“ Seinni hluta viðtals Björns Inga við Sigmund má sjá í klippunni hér að ofan en umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu og verðtrygginguna hefst þegar um það bil 9 mínútur eru liðnar af viðtalinu. Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra, er hlynntur því að þjóðin fái oftar að segja skoðun sína í þjóðaratkvæðagreiðslum og vill til að mynda sjá þjóðaratkvæðagreiðslu um verðtrygginguna. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra í þættinum Eyjunni í umsjón Björns Inga Hrafnssonar á Stöð 2 í kvöld. „Tökum dæmi af stóru og umdeildu máli eins og verðtryggingunni. Þar hafa menn tekist á árum saman og ekki náð að leiða það til lykta í rökræðu. Ríkisstjórnin er með ákveðin áform í því efni sem hún vinnur að. Við finnum fyrir mótþróa á ýmsum stöðum og höldum áfram að reyna að ýta þessu áfram og breyta og bæta fjármálakerfið. [...] Þetta er mál sem maður sæi fyrir sér að væri hægt að setja í að minnsta kosti ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu þannig að stjórnvöld hefðu þá þjóðina á bakvið sig í því að fylgja þessu eftir,“ sagði Sigmundur Davíð. Björn Ingi spurði forsætisráðherra beint hvort verðtryggingin væri mál sem hann væri til í þjóðaratkvæðagreiðslu og sagði Sigmundur að hann væri tvímælalaust til í það. Hann kvaðst sannfærður um að hann fengi stuðning þjóðarinnar við afstöðu sína en eins og kunnugt er hefur Sigmundur talað fyrir afnámi verðtryggingar. „En jafnvel þó ég væri það ekki þá ætti ég samt að vera til í þetta vegna þess að ég ætti þá bara að sætta mig við það og auðvitað myndi ég gera það.“ Sigmundur sagði að með auknu beinu lýðræði myndi umræða sem byggðist á staðreyndum málsins aukast. „Þegar menn þurfa að fara að greiða atkvæði þá fara menn að ræða hlutina og skoða þá út frá staðreyndunum, rökræða þá en þegar ekkert slíkt er undir þá eru fullyrðingarnar út og suður og við heyrum bara frá mönnum eins og Þorsteini Pálssyni og slíkum.“ Seinni hluta viðtals Björns Inga við Sigmund má sjá í klippunni hér að ofan en umræða um þjóðaratkvæðagreiðslu og verðtrygginguna hefst þegar um það bil 9 mínútur eru liðnar af viðtalinu.
Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Sjá meira