Fall Deutsche hefði lítil áhrif á Íslandi Sæunn Gísladóttir skrifar 1. október 2016 07:00 Markaðsvirði Deutsche Bank hefur lækkað um helming það sem af er ári. NordicPhotos/Getty Ef allt fer á versta veg hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank og bankinn fer á hausinn mun það líklega hafa lítil efnahagsleg áhrif á Íslandi, en einhver markaðsáhrif. Þetta er mat Guðjóns Á. Guðjónsson, forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er mikil óvissa í kringum framtíð Deutsche Bank. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa lækkað um helming á árinu, í fyrstu vegna þess að fjárfestar óttuðust eiginfjárstöðu bankans og að bankinn væri of tengdur orkufyrirtækjum. En síðustu tvær vikur hefur ástæða lækkunar verið 14 milljarða dollara, 1.600 milljarða króna, sekt bandarískra stjórnvalda á hendur bankans. Þrátt fyrir ágætis efnahagsreikning gæti bankinn staðið frammi fyrir hruni vegna áhlaupa, til að mynda ef fjárfestar færa viðskipti sín annað, eins og nokkrir vogunarsjóðir hafa nú þegar gert, eða ef hann getur ekki greitt sektina sem er ansi nálægt markaðsvirði fyrirtækisins, sem nam 18 milljörðum dollara fyrir viku. „Það er langt í að hrun gerist eins og staðan er í dag, en ef það mun gerast þá mun evran gefa eitthvað eftir. Ef Deutsche Bank fer á hausinn þá verður tiringur á mörkuðum sem mun smita hingað heim. Það mun hafa einhver áhrif á markaði hér en ég held það muni ekki hafa nein ofboðsleg efnahagsleg áhrif á Íslandi,“ segir Guðjón. „Auk þess myndi seðlabankinn í Evrópu, og þýska ríkið, mjög líklega hlaupa undir bagga ríkið áður en að þessu kæmi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Ef allt fer á versta veg hjá þýska bankarisanum Deutsche Bank og bankinn fer á hausinn mun það líklega hafa lítil efnahagsleg áhrif á Íslandi, en einhver markaðsáhrif. Þetta er mat Guðjóns Á. Guðjónsson, forstöðumaður hlutabréfateymis Stefnis. Eins og Fréttablaðið hefur greint frá er mikil óvissa í kringum framtíð Deutsche Bank. Gengi hlutabréfa í bankanum hafa lækkað um helming á árinu, í fyrstu vegna þess að fjárfestar óttuðust eiginfjárstöðu bankans og að bankinn væri of tengdur orkufyrirtækjum. En síðustu tvær vikur hefur ástæða lækkunar verið 14 milljarða dollara, 1.600 milljarða króna, sekt bandarískra stjórnvalda á hendur bankans. Þrátt fyrir ágætis efnahagsreikning gæti bankinn staðið frammi fyrir hruni vegna áhlaupa, til að mynda ef fjárfestar færa viðskipti sín annað, eins og nokkrir vogunarsjóðir hafa nú þegar gert, eða ef hann getur ekki greitt sektina sem er ansi nálægt markaðsvirði fyrirtækisins, sem nam 18 milljörðum dollara fyrir viku. „Það er langt í að hrun gerist eins og staðan er í dag, en ef það mun gerast þá mun evran gefa eitthvað eftir. Ef Deutsche Bank fer á hausinn þá verður tiringur á mörkuðum sem mun smita hingað heim. Það mun hafa einhver áhrif á markaði hér en ég held það muni ekki hafa nein ofboðsleg efnahagsleg áhrif á Íslandi,“ segir Guðjón. „Auk þess myndi seðlabankinn í Evrópu, og þýska ríkið, mjög líklega hlaupa undir bagga ríkið áður en að þessu kæmi.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira