Bjarni vildi breytingar á lista á elleftu stundu Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. október 2016 07:00 Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Kraganum kom saman í Valhöll í fyrradag þar sem endanleg ákvörðun um framboðslista var tekin. vísir/eyþór Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Kjörnefnd Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi hafði ákveðið á fundi á miðvikudaginn að leggja til við kjördæmaráð að röð efstu manna yrði óbreytt frá niðurstöðum prófkjörsins. Heimildir Fréttablaðsins herma að vegna eindregins vilja Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, hafi röð efstu manna hins vegar verið breytt. Eins og fram hefur komið var ákveðið á fundi kjördæmisráðs Sjálfstæðisflokksins í fyrrakvöld að Bryndís Haraldsdóttir skipaði annað sæti lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að breyting í þessa veru hafi verið rædd innan kjörnefndarinnar. Vegna andstöðu þeirra sem voru kjörnir í sæti fyrir ofan Bryndísi í prófkjörinu ákvað nefndin að gera ekki breytingu. Skömmu áður en fundur kjördæmaráðsins hófst á fimmtudagskvöldið gerði Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, kjörnefndinni síðan ljóst að hann teldi nauðsynlegt að röð manna á listanum breyttist og Bryndís yrði sett í annað sætið. Heimildarmenn Fréttablaðsins segja að Bjarni hafi rökstutt kröfu sína með því að vísa í skoðanakannanir og lýst ótta sínum yfir því að með óbreyttum lista myndi fylgi flokksins meðal kvenna hrynja. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu kjörnefndarmenn hafa litið svo á að með því að hafna kröfu Bjarna væru þeir að lýsa yfir vantrausti á formann flokksins. Var því ákveðið að fara að tillögunni. Bryndís Haraldsdóttir sagði sjálf í samtali við Vísi í gær að sú breyting sem gerð var á listanum í gær hafi verið mjög óvænt. Hú segist sjálf ekki hafa gert kröfu um að vera færð ofar. Bryndís neitar því ekki að það hafi verið skiptar skoðanir um þá breytingu sem var gerð. „Það var mjög eindregin kosning með þessu en auðvitað skiptist fólk á skoðunum um málið. En formaður flokksins talaði líka mjög fyrir þessari breytingu.“ Sjálfstæðisflokkurinn fékk fimm menn kjörna í Suðvesturkjördæmi í kosningum 2013. Eftir breytingarnar sem gerðar voru í fyrrakvöld er Vilhjálmur Bjarnason alþingismaður í fimmta sæti listans, en náði fjórða sætinu í prófkjöri. Hann var hvergi banginn þegar Fréttablaðið náði tali af honum í gær. „Ég ætla að fá sex inn,“ sagði Vilhjálmur. Spurður hvort breytingin hafi komið honum á óvart, segist hann ekki hafa orðið hissa. „Ég er aldrei hissa í lífinu maður á aldrei að vera hissa,“ sagði Vilhjálmur.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira