Furðar sig á því að fólk sé hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. október 2016 20:19 Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir hætti við að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að eigendur keppninnar sögðu henni að hún þyrfti að grenna sig. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum en stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015. Hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss World og vann keppnina Miss EM nokkru síðar. Arna Ýr er nú stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International. En eins og Arna Ýr lýsti fyrir fjölmörgum fylgjendum sínum á Snapchat um helgina kom upp atvik sem breytti hennar fyrirætlunum.Sjá einnig: Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræðaArna Ýr ákvað að lokum að hætta keppni vegna þessa máls og er nú á heimleið. Erlendir fjölmiðlar og bloggsíður hafa fjallað um málið síðasta sólarhringinn þar sem Örnu er hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín og hneykslast á því að hún sé sögð of feit. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, segir ekki koma á óvart að einhver sé dæmdur út frá útliti í fegurðarsamkeppni. „Það að einhver sé kallaður feitur og þurfi að grenna sig fyrir fegurðarsamkeppni er ekkert nýtt,“ segir Elva. „Við vitum að fegursamkeppnir eru með fegurðarstaðla sem ótrúlega fáar stelpur uppfylla. Í raun er ég mest hissa yfir því hversu margir eru hissa yfir þessum athugasemdum.“Sjá einnig: Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“Elva segir hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna atviksins sýna mikla fitufordóma í samfélaginu. Í stað þess ætti að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“ Tengdar fréttir Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Fegurðardrottningin Arna Ýr Jónsdóttir hætti við að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að eigendur keppninnar sögðu henni að hún þyrfti að grenna sig. Málið hefur fengið mikla umfjöllun í erlendum fjölmiðlum en stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu furðar sig á því að fólk skuli vera hissa á að konur séu dæmdar eftir útlitinu í fegurðarsamkeppni. Arna Ýr Jónsdóttir var kjörin Ungfrú Ísland árið 2015. Hún keppti fyrir Íslands hönd í Miss World og vann keppnina Miss EM nokkru síðar. Arna Ýr er nú stödd í Las Vegas þar sem hún ætlaði að taka þátt í fegurðarsamkeppninni Miss Grand International. En eins og Arna Ýr lýsti fyrir fjölmörgum fylgjendum sínum á Snapchat um helgina kom upp atvik sem breytti hennar fyrirætlunum.Sjá einnig: Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræðaArna Ýr ákvað að lokum að hætta keppni vegna þessa máls og er nú á heimleið. Erlendir fjölmiðlar og bloggsíður hafa fjallað um málið síðasta sólarhringinn þar sem Örnu er hrósað í hástert fyrir viðbrögð sín og hneykslast á því að hún sé sögð of feit. Elva Björk Ágústsdóttir, sálfræðikennari og stjórnarkona í samtökum um líkamsvirðingu, segir ekki koma á óvart að einhver sé dæmdur út frá útliti í fegurðarsamkeppni. „Það að einhver sé kallaður feitur og þurfi að grenna sig fyrir fegurðarsamkeppni er ekkert nýtt,“ segir Elva. „Við vitum að fegursamkeppnir eru með fegurðarstaðla sem ótrúlega fáar stelpur uppfylla. Í raun er ég mest hissa yfir því hversu margir eru hissa yfir þessum athugasemdum.“Sjá einnig: Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“Elva segir hörð viðbrögð almennings og fjölmiðla vegna atviksins sýna mikla fitufordóma í samfélaginu. Í stað þess ætti að skoða tilganginn með fegurðarsamkeppnum yfir höfuð. „Þetta með að nota orðið feitur sem lýsingarorð og að þá fyrst viljum við fara að gagnrýna fegurðarsamkeppnir er mjög sérstakt. Þetta er keppni í fegurð og það eitt og sér er úrelt, finnst mér persónulega.“
Tengdar fréttir Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16 Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19 Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00 Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11 Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Grænland ekki falt Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Sjá meira
Kærasti Örnu Ýrar: „Alltaf verið mjög sjálfstæð með svona“ Segir það hafa verið erfitt að fylgjast með þessu máli úr fjarska hér heima á Íslandi. 23. október 2016 22:16
Arna Ýr hættir keppni: Sagt að segja að um misskilning hefði verið að ræða „Þetta var ekki misskilningur heldur var mér sagt að segja það og ég sé hrikalega eftir því.“ 23. október 2016 09:19
Örnu Ýri skipað að grenna sig fyrir lokakvöld fegurðarsamkeppni í Las Vegas Arna Ýr Jónsdóttir greinir frá þessu á Snapchat en hún undirbýr sig nú fyrir keppnina Miss Grand International 2016 sem fram fer í Las Vegas á næstu dögum. 21. október 2016 21:00
Ókunnug kona á Íslandi bauðst til að borga flug fyrir Örnu til Íslands gegn því að hún hætti keppni Eigendurnir fegurðarkeppninnar gáfu til kynna að Arna Ýr fengi tæpar fimm milljónir fyrir að halda áfram. 23. október 2016 21:11
Erlendir miðlar fjalla um mál Örnu Ýrar: „Ég elska þessa konu!“ Arna Ýr neitaði að keppa í fegurðarsamkeppni í Las Vegas eftir að hafa verið sagt að grenna sig. 23. október 2016 18:09