Viðskipti innlent

Afkoma Reykjavíkurborgar jákvæð um 1,8 milljarða

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 voru lögð fram í borgarstjórn í dag.
Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 voru lögð fram í borgarstjórn í dag. Vísir/GVA
Frumvarp að fjárhagsáætlun fyrir árið 2017 og fimm ára áætlun fyrir árin 2017-2021 voru lögð fram í borgarstjórn í dag.

Áætluð rekstrarniðurstaða Reykjavíkurborgar árið 2017 er jákvæð um 15,2 milljarða króna. Í tilkynningu frá borgarstjórn segir að góðan afgang megi einkum rekja til Orkuveitu Reykjavíkur og Félagsbústaða hf.

Þá er áætluð rekstrarniðurstaða borgarsjóðs (A-hluta) jákvæð um 1,8 milljarða. Til samanburðar var afkoma A-hluta neikvæð um 13,6 milljarða króna árið 2015. Þá er gert ráð fyrir rekstrarafangi upp á 241 milljón króna árið 2016.

Lækkandi skuldir

„Rekstur borgarinnar er traustur og í honum felast sóknarfæri til vaxtar og fjárfestinga. Við höldum áfram að fjárfesta í öflugum innviðum og umfangsmikilli húsnæðisuppbyggingu en höfum líka náð að brúa bilið vegna mikilla launahækkana án þess að hækka skatta. Reksturinn skilar hóflegum afgangi sem er nauðsynlegur fyrir góða afkomu til framtíðar. Við megum þó hvergi slaka á í aðhaldi með rekstrinum,“ segir Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.

Árið 2015 hækkaði skuldahlutfall A-hluta úr 77,1% í 88,6% vegna mikillar hækkunar lífeyrisskuldbindinga. Árin 2016-2018 er gert ráð fyrir nokkuð stöðugu skuldahlutfalli og að það lækki í jöfnum skrefum til ársins 2021. 

Skuldir Reykjavíkurorgar hafa lækkað jafnt og þétt frá árinu 2012. Skuldahlutfall samstæðunnar hefur lækkað úr 268% frá árinu 2012 í 184% ´rið 2017 og verður komið niður fyrir 150% viðmið í sveitarstjórnarlögum árið 2021.

Segja Reykjavíkurborg eitt skuldsettasta sveitarfélagið

Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins segir að Reykjavíkurborg sé eitt skuldsettasta sveitarfélag landsins, þrátt fyrir rekstrarbata borgarinnar og að engin teikn séu á lofti þess efnis að skuldir og skuldbindingar samstæðu A og B hluta séu að lækka.

„Þær verða áfram rétt um 300 milljarðar kr. og skuldir A hluta munu hækka út 80,7 milljörðum kr. í 91 milljarð kr. milli ára. Þá benda áætlanir einnig til þess að samstæða Reykjavíkurborgar verði yfir löglegu hámarki skuldahlutfalls skv. sveitarstjórnarlögum til a.m.k. ársins 2020 en lækkun skuldahlutfalls er drifin áfram af hækkun tekna eins og segir í kynningu á frumvarpinu að fjárhagsáætlun. En þetta þýðir að Reykjavíkurborg verður áfram í hópi skuldugustu sveitarfélaga landsins þrátt fyrir óhemju hagstæði ytri skilyrði,“ segir í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×