Fjárfesting ríkisins í kvikmyndageiranum skilar sér tvöfalt til baka Sæunn Gísladóttir skrifar 1. nóvember 2016 07:00 Fyrir skemmstu var hluti kvikmyndarinnar Justice League tekinn upp í Djúpavík. Myndin er ein fjölmargra stórra mynda sem brúkað hafa Ísland sem tökustað. Vísir/Jón Halldórsson/Jason Momoa/Twitter Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Á undanförnum sex árum hafa að meðaltali verið gerðar níu kvikmyndir á Íslandi á ári. Heildarveltan í geiranum jókst um rúm 37 prósent frá 2009 til 2014 og nam 34,5 milljörðum króna árið 2014. Þetta kom fram í máli Ágústs Ólafs Ágústssonar, aðjunkts við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, á Þjóðarspegli Háskóla Íslands á föstudag. Ágúst Ólafur hefur rannsakað hagræn áhrif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar á Íslandi í samstarfi við aðila í geiranum. „Samtals er bein og óbein velta framleiðslu og dreifingar á sjónvarps- og kvikmyndaefni um 45 milljarðar króna. Veltan er líklega hærri en þessi tala í raun og veru,“ sagði Ágúst Ólafur. Hann benti á að gríðarleg gróska hefði verið í greininni frá hruni. „Veltan í framleiðslu, dreifingu, kvikmyndasýningum og stað-starfsemi tvöfaldaðist frá 2008 til 2014 upp í 20,3 milljarða. Til að setja veltuna í samhengi má benda á að hún er litlu minni en velta kjötiðnaðarins eða mjólkurafurða. Til samanburðar er velta hótela og gististaða um 45 milljarðar króna,“ sagði hann. „Hún er tíu sinnum meiri en velta bókaútgáfu í landinu.“ Ágúst Ólafur benti á að störfum í greininni hefði líka farið fjölgandi. „Fjöldi ársverka er um 1.300 sem er á við þrjú stóriðjuverkefni. Bein og óbein áhrif eru um 2.000 ársverk.“ Skatttekjur hins opinbera vegna umsvifa aðila í kvikmynda- og sjónvarpsiðnaðinum eru um 7,3 milljarðar króna, auk þess eru skatttekjur hins opinbera vegna áhrifa þeirra á ferðamannafjölda metnar á um 4,6 milljarða króna. Fjórtán prósent aðspurðra sögðu í könnun Ferðamannastofu alþjóðlegt myndrænt efni skýra ferð sína til Íslands og jafngildir þetta rúmlega fjögurra milljarða veltu. „Auðvitað tökum við þessum tölum með fyrirvara,“ sagði Ágúst Ólafur. „Samanlagt eru þetta um 12 milljarðar króna sem hið opinbera fær í auknar skatttekjur vegna sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðarins. Þá er ekki búið að taka inn stefgjöld eða hagnað fyrirtækja. Á móti eru framlög ríkisins til kvikmyndaiðnaðarins ásamt öllum framlögum til Ríkisútvarpsins tæpir 5,9 milljarðar króna,“ sagði Ágúst Ólafur. Eins og fréttavefurinn Vísir hefur greint frá hefur endurgreiðsla á framleiðslukostnaði kvikmynda úr ríkissjóði verið 20 prósent frá árinu 1999 og námu endurgreiðslur í fyrra vegna þessa 793 milljónum króna.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Spotify liggur niðri Neytendur Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira