Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 14:35 Annþór (annar frá hægri) og Börkur (annar frá vinstri) yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands í morgun. Vísir Nokkrir menn sem voru fangar á Litla-Hrauni í maí 2012 þegar Sigurður Hólm Sigurðsson lést inni á klefa sínum báru vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa veist að Sigurði í klefa hans í fangelsinu með þeim afleiðingum að hann lést. Báðir neita sök.Einn þeirra manna sem sat inni á Litla-Hrauni á þessum tíma og bar vitni í morgun er Elís Helgi Ævarsson. Aðspurður kvaðst hann hafa þekkt Sigurð nokkuð vel og að hann hefði verið sá fyrsti sem tók á móti honum þegar hann kom á Litla-Hraun 16. maí 2012. Sigurður dó daginn eftir. Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu. Hræddur út af skemmdri hurð Elís lýsti því þegar Sigurður hafi komið inn á klefa til hans og viðurkenndi að hafa gefið honum línu af morfínskyldu lyfi sem fyrir dómi hefur verið kallað „súbbi.“ Þá sagði Elís að Sigurður hafi sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk vegna skuldar út af skemmdri hurð á gistiheimili. „Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís. Þegar Sigurður veiktist svo og lést skömmu síðar sagði Elís að hann hefði fyrst hugsað hvort hann hefði mögulega getað veikst út af efninu sem hann hefði látið hann fá. Elís sagði að honum hefðu þó virst þetta heldur óvenjusterk viðbrögð við efninu sem Sigurður hafði fengið hjá honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. „Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum“ „En síðan þegar þeir [Annþór og Börkur] fara í gæsluvarðhald þá erum við nokkrir saman inni á klefa og ég segi svona „Ætli þeir hafi gert honum eitthvað?“ Og þá segja strákarnir við mig: „Ertu ekki að grínast? Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum?“ [...] En ég heyrði ekki neitt. Ég var bara inni í klefa að hlusta á þungarokk,“ sagði Elís. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði Elís út í ósamræmi í framburði hans varðandi það hvort að Sigurður ætti sér einhverja óvildarmenn. Benti Hólmgeir honum á að við skýrslutöku hjá lögreglu hefði hann sagt að Sigurður ætti sér enga óvildarmenn en nú segði hann að hann hefði verið hræddur við Annþór og Börk. Elís sagði þá að þetta hlyti að vera misskilningur. Hann myndi vel eftir því að Sigurður hefði sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk og hann hefði rætt það við Annþór. Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast í dag.Vísir/GVA Segja Elís hafa boðið greiðslu fyrir ljúgvitni Verjandi Barkar, Sveinn Guðmundsson, sagðist þá ekki sjá það í tímalínu úr öryggismyndavélum á gangi og úr eldhúsi Litla-Hrauns að Elís og Annþór hefðu talað saman og spurði hvernig staðið gæti á því. Elís kunni ekki skýringar á því en ítrekaði að hann hefði rætt við Annþór. Þrír aðrir menn sem voru á Litla-Hrauni á þessum tíma sögðu fyrir dómi í morgun að Elís hefði boðið þeim fíkniefni gegn því að þeir myndu bera ljúgvitni um að Annþór og Börkur hefðu gert Sigurði mein. Elís þvertók fyrir að hafa boðið mönnum greiðslu fyrir að bera ljúgvitni. Hann hefði þvert á móti hvatt menn til þess að segja satt. Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Nokkrir menn sem voru fangar á Litla-Hrauni í maí 2012 þegar Sigurður Hólm Sigurðsson lést inni á klefa sínum báru vitni fyrir Héraðsdómi Suðurlands í dag í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa veist að Sigurði í klefa hans í fangelsinu með þeim afleiðingum að hann lést. Báðir neita sök.Einn þeirra manna sem sat inni á Litla-Hrauni á þessum tíma og bar vitni í morgun er Elís Helgi Ævarsson. Aðspurður kvaðst hann hafa þekkt Sigurð nokkuð vel og að hann hefði verið sá fyrsti sem tók á móti honum þegar hann kom á Litla-Hraun 16. maí 2012. Sigurður dó daginn eftir. Annþór og Börkur lýsa yfir sakleysi sínu í málinu. Hræddur út af skemmdri hurð Elís lýsti því þegar Sigurður hafi komið inn á klefa til hans og viðurkenndi að hafa gefið honum línu af morfínskyldu lyfi sem fyrir dómi hefur verið kallað „súbbi.“ Þá sagði Elís að Sigurður hafi sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk vegna skuldar út af skemmdri hurð á gistiheimili. „Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís. Þegar Sigurður veiktist svo og lést skömmu síðar sagði Elís að hann hefði fyrst hugsað hvort hann hefði mögulega getað veikst út af efninu sem hann hefði látið hann fá. Elís sagði að honum hefðu þó virst þetta heldur óvenjusterk viðbrögð við efninu sem Sigurður hafði fengið hjá honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. „Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum“ „En síðan þegar þeir [Annþór og Börkur] fara í gæsluvarðhald þá erum við nokkrir saman inni á klefa og ég segi svona „Ætli þeir hafi gert honum eitthvað?“ Og þá segja strákarnir við mig: „Ertu ekki að grínast? Heyrðirðu ekki óhljóðin í honum?“ [...] En ég heyrði ekki neitt. Ég var bara inni í klefa að hlusta á þungarokk,“ sagði Elís. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði Elís út í ósamræmi í framburði hans varðandi það hvort að Sigurður ætti sér einhverja óvildarmenn. Benti Hólmgeir honum á að við skýrslutöku hjá lögreglu hefði hann sagt að Sigurður ætti sér enga óvildarmenn en nú segði hann að hann hefði verið hræddur við Annþór og Börk. Elís sagði þá að þetta hlyti að vera misskilningur. Hann myndi vel eftir því að Sigurður hefði sagt sér að hann væri hræddur við Annþór og Börk og hann hefði rætt það við Annþór. Lögreglan hefur haft í ýmsu að snúast í dag.Vísir/GVA Segja Elís hafa boðið greiðslu fyrir ljúgvitni Verjandi Barkar, Sveinn Guðmundsson, sagðist þá ekki sjá það í tímalínu úr öryggismyndavélum á gangi og úr eldhúsi Litla-Hrauns að Elís og Annþór hefðu talað saman og spurði hvernig staðið gæti á því. Elís kunni ekki skýringar á því en ítrekaði að hann hefði rætt við Annþór. Þrír aðrir menn sem voru á Litla-Hrauni á þessum tíma sögðu fyrir dómi í morgun að Elís hefði boðið þeim fíkniefni gegn því að þeir myndu bera ljúgvitni um að Annþór og Börkur hefðu gert Sigurði mein. Elís þvertók fyrir að hafa boðið mönnum greiðslu fyrir að bera ljúgvitni. Hann hefði þvert á móti hvatt menn til þess að segja satt.
Mál Annþórs og Barkar Fangelsismál Tengdar fréttir Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10