Denver Broncos ákvað mjög óvænt að spila í útivallarbúningum sínum í Super Bowl-leiknum gegn Carolina Panthers.
Broncos fékk að velja hvaða búningum félagið vildi spila í. Venjulega velur lið að spila í sínum heimavallarbúningum. Sá búningur Broncos er appelsínugulur en félagið ákvað að velja hvíta útivallarbúninginn.
Ástæðan er lélegt gengi Broncos í Super Bowl er það spilar í appelsínugulu. Fjórum sinnum hefur félagið spilað í appelsínugulu í úrslitaleiknum og alltaf hefur liðið tapað.
Denver hefur aftur á móti unnið einn titil í hvítu en einnig tapað Super Bowl í hvítu. Einu sinni spilaði liðið í bláu í Super Bowl og vann. Broncos gekk þó betur í appelsínugulu í vetur. Liðið var 8-1 í appelsínugulu en 5-2 í hvítu búningunum.
Carolina verður í svörtum búningum en liðið hefur aldrei unnið leik í úrslitakeppninni í svörtu.
Denver þorir ekki að spila í appelsínugulu í Super Bowl
Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Mest lesið

Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“
Íslenski boltinn

„Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“
Íslenski boltinn



Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag
Enski boltinn


Saka ekki alvarlega meiddur
Enski boltinn

Ástbjörn missir af næstu leikjum KR
Íslenski boltinn


Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold
Enski boltinn