Erlent

25 látnir í sprengingu í Líbíu

Atli Ísleifsson skrifar
Mjög róstursamt hefur verið í Líbíu síðustu ár.
Mjög róstursamt hefur verið í Líbíu síðustu ár. Vísir/AFP
Að minnsta kosti 25 minns féllu og tugir særðust í sprengingu í skotvopnaverslun í bænum Garabulli í vesturhluta Líbíu fyrr í dag.

Í frétt BBC er haft eftir talsmanni yfirvalda að hópur uppreisnarmanna frá borginni Misrata hafi ráðið yfir svæðinu, en að hópurinn hafi yfirgefið svæðið eftir að hafa lent í átökum við íbúa.

Ekki er ljóst hvað olli sprengingunni, en unnið er að því að koma særðum undir læknishendur.

Garabulli er um 50 kílómetrum austur af borginni Tripoli og 140 kílómetrum vestur af Misrata.

Íbúi í Garabulli segir í samtali við Reuters að til átaka hafi komið þegar meðlimur úr hópi uppreisnarmanna hafi neitað að greiða fyrir vörur í verslun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×