Guðni Th.: „Ef ég væri í samsæri þá myndi ég nú reyna að fela þetta“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júní 2016 14:37 Guðni Th. Jóhannesson forsetaframbjóðandi gefur lítið fyrir ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé "fulltrúi valdaklíkunnar.“ Vísir/Ernir „Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
„Blekkingin er nú ekki meira en það að þau atriði sem Ástþór hefur nefnt, að þau þrjú sem hafa verið virk í minni kosningastjórn frá upphafi séu virk í Sjálfstæðisflokknum. Öll þessi nöfn eru á heimasíðunni minni. Ef ég væri í samsæri myndi ég nú reyna að fela þetta,“ segir Guðni Th. Jóhannesson, forsetaframbjóðandi og sagnfræðingur um ásakanir Ástþórs Magnússonar um að Guðni sé í raun „fulltrúi valdaklíkunnar og peningavaldsins.“Ástþór fór mikinn í kappræðum forsetaframbjóðendanna í Speglinum á Rás 1 í gær og sagði Guðna vera frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins en Ástþór hefur haldið því fram að framboð Guðna sé gert út af fólki úr Sjálfstæðisflokknum.Sjá einnig: Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðendaGuðni Th. var viðmælandi Harmageddon á X-inu í dag og var spurður af hverju svo margir úr Sjálfstæðisflokknum væru að starfa fyrir framboðið, vísaði Guðni þá til þess að hann væri úr Garðabænum, einu þekktasta vígi Sjálfstæðismanna og að hann bæði vini sína ekki um flokksskírteini. „Framboð mitt bar frekar brátt að. Þegar ég ákvað að láta slag standa vissi ég, eins og allir sem fara í framboð, að það þarf skipulag og batterí í kringum þetta. Þá leitaði ég til fólks sem ég þekki,“ sagði Guðni en bæði Friðjón R. Friðjónsson og Þorgerður Anna Arnardóttir, sem starfa fyrir framboðið, eru í miðstjórn Sjálfstæðisflokksins. „Ég talaði við vin minn Friðjón Friðjónsson, konur okkar eru báðar úr Vesturheimi. Magnús Lyngdal þekki ég úr háskólanum, hann var til í tuskið. Að síðustu er það Þorgerður Anna Arnarsdóttir sem ólst upp á sömu slóðum og ég. Þau þrjú hófu leikinn og svo bættust margir fleiri við og það er fólk sem er utan sem innan flokka,“ segir Guðni sem bendir á að hann hafi ekki tekið þátt í stjórnmálum og aldrei verið skráður í stjórnmálaflokk. „Fyrir utan það í öllum mínum rannsóknum og skrifum hef ég ekki verið að hlífa Sjálfstæðisflokknum. Ég skrifaði þannig um sögu Sjálfstæðisflokksins í ævissögu Gunnars Thoroddsens að sumum þótti hart vegið að þeim flokki,“ sagði Guðni sem segist ekki hafa og ætla að spyrja um flokksskírteini þeirra sem eru í framboði til forseta. „Hér er fólk að velja ákveðinn einstakling til að styðja og þannig á það að vera í forsetakjöri.Hlusta má á allt viðtalið við Guðna Th. í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Átök í Efstaleiti: Hótuðu að henda Ástþóri úr kappræðum frambjóðenda Til harðra orðaskipta kom á milli þáttastjórnenda og Ástþórs Magnússonar sem krafði Guðna Th. Jóhannesson svara. Guðni sagði Ástþór geta startað styrjöld einn í herbergi. 20. júní 2016 21:35