Erlent

Miklir skógareldar á Kýpur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
vísir/epa
Miklir skógareldar geisa nú í Troodosfjöllum í norðurhluta Kýpur. Um er að ræða mestu skógarelda á eyjunni í áraraðir. Slökkviliðsmenn hafa undanfarna daga barist við skógareldana en þegar hefur einn slökkviliðsmaður orðið eldunum að bráð.

Liðsauki barst í dag frá Grikklandi, Bretlandi og Ísrael en aðstæður til slökkvistarfsins eru erfiðar; hvassir vindar hafa blásið á svæðinu og hlýtt er í lofti. Yfirvöld óttast mikla eyðileggingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×