Lífið

Hvernig ná á góðum myndum af norðurljósum

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Von er á miklu sjónarspili í kvöld en miklum norðurljósum er spáð á höfuðborgarsvæðinu og víðar um landið. Slökkt verður á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík á milli klukkan tíu og ellefu í kvöld, svo íbúar og gestir geti notið norðurljósanna betur.

Margir Íslendingar ætla sér eflaust að ná góðum myndum af norðurljósunum í kvöld en það getur hins vegar reynst þrautin þyngri.

Til að myndirnar verði sem flottastar þarf að taka þær á tíma, og eru tíu til 20 sekúndur góður tími til þess.

Bjartar linsur, stórt ljósop, þrífótur og hátt iso (en samt ekki mjög hátt, svo myndin verði ekki kornótt) er allt mikilvægt. Lykilatriði er hins vegar að vera með góða myndavél og fikta sig áfram.

Bestu stillingarnar velta svo mest á því hvernig ljósmynd markmiðið er að taka. Þar komum við aftur að því að best sé að prófa sig áfram.

Með smá „gúggli“ er hægt að finna fínar leiðbeiningar fyrir það hvernig ljósmynda á norðurljós. Bæði á íslensku og á ensku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.