Fyrningar- og uppboðsleið: Málamiðlun í kvótamálum Bolli Héðinsson og Þorkell Helgason skrifar 28. september 2016 07:00 Tilhögun á veiðigjaldi því sem útgerðinni ber að greiða til samfélagsins fyrir afnot af fiskistofnunum, sameign þjóðarinnar, er eitt þeirra meginmála sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Stjórnkerfið sjálft, aflamarkskerfið, hefur reynst vel til að ná þeim markmiðum að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna og ná fram rekstrarlegri hagkvæmni. Samt er enn deilt. Ástæðan er sú að það eru a.m.k. tvö önnur meginmarkmið sem ekki hafa verið virt: Að allir hafi sem jöfnust tækifæri til þátttöku í fiskveiðunum og – umfram allt – að auðlindaarðurinn af nýtingu fiskimiðanna, þjóðareignarinnar, skili sér beint til samfélagsins. Sú breyting sem kallað er eftir þarf ekki og á ekki að valda kollsteypum eins og sumir óttast og aðrir hræða með. Farsæl leið þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: Breytingar hafi eðlilegan aðdraganda. Nýtt fyrirkomulag feli í sér vissa festu bæði fyrir sjávarútveginn og þjóðina. Með breyttu kerfi sé stuðlað að auknu aðgengi fyrir nýliða.Fullt gegnsæi í ráðstöfun aflaheimilda. Auðlindaarðurinn skili sér til þjóðarinnar.Útboð stuðlar að sátt Lengi, en þó ekki síst nú undanfarið, hafa margir bent á leið sem nær þessum markmiðum ef vel er að verki staðið. Hér skal þess freistað að draga saman meginatriði slíkrar málamiðlunarleiðar:Hægfara innköllun á núverandi aflahlutdeildum með hlutfallslegri skerðingu þeirra ár hvert. Skerðingarhlutfallið yrði pólitísk málamiðlun, en gæti t.d. verið á bilinu 10% til 20%. Það merkir að 80-90% eru kvaðalaust til ráðstöfunar frá fyrra ári til þess næsta. Núverandi handhafar kvótanna fá því rúma aðlögun. Sýna má fram á að þeir halda stórum hluta af núvirði alls auðlindaarðsins. Sú eftirgjöf er hluti málmiðlunarinnar.Uppboð á þeim kvótum sem þannig losna á hverju ári. Uppboðin þjóna tvíþættum tilgangi: Þeim að veita nýliðum aðgengi og að skila eðlilegum arði til eigandans, þjóðarinnar. Einfaldast er að hinar uppboðnu aflahlutdeildir lúti sömu skilyrðum og þær innkölluðu, þær skerðist með sama hætti. Við það skapast einsleitni í kerfinu, sem leiðir til festu og stöðugleika.Komið í veg fyrir samþjöppun kvóta og byggðaröskun. Þetta má gera með ýmsu móti, jafnvel að skerpa á þeim ákvæðum sem nú gilda og hafa ekki reynst sem skyldi. Útfærslan sjálf getur verið með ýmsu móti. Sem dæmi má nefna:Jaðarverð í uppboðunum. Gagnrýnt hefur verið að smáútgerðir kynnu að fara sér að voða með of háum tilboðum. Við þessu má sjá með því að verðið fyrir alla kvóta sem seldir eru á hverju uppboði sé jafnt því lægsta verði sem tekið er. (Færeyingar kalla þetta „lokuð“ uppboð sem hefur illu heilli verið misskilið hér því það er alls ekki lokað og allar færeyskar útgerðir hafa fengið að taka þátt í þeim útboðum sem þær kjósa.)Kvótar utan uppboða handa trilluköllum. Sagt er að þeir geti ekki staðið í því að taka þátt í uppboðum (enda þótt þeir séu seigir á fiskmörkuðum). Við þessu má sjá með því að taka frá vissan hluta sem þeir gætu keypt utan uppboða á markaðsverði.Festa með samningum. Allt fyrirkomulagið má, ef þurfa þykir, njörva niður í formi samninga milli stjórnvalda og þeirra sem hafa kvótana nú svo og þeirra sem kunna að afla þeirra á uppboðum. Sú leið málamiðlunar, sem hér er reifuð, uppfyllir fyrrgreind markmið um aðgengi nýliða og skil á arði til þjóðarinnar. Allir sitja við sama borð og fullt gagnsæi er tryggt. Hún felur ekki í sér neina kollsteypu heldur hægfara umskipti. Þá tekur hún þann kaleik frá stjórnmálamönnum að þurfa árlega að karpa um upphæð veiðigjalda. Útgerðin ákveður auðlindagreiðslurnar í reynd sjálf þegar hún tekur þátt í útboði veiðiheimildanna.Kjósendur krefjist skýrra svara Vitaskuld er aðferðin ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Verra er að hún hefur verið misskilin – viljandi eða óviljandi. Nefna má að gefið hefur verið í skyn að með fyrningum á kvótum sé verið að leggja sjávarútveginn niður skref fyrir skref, um 10-20% á ári þar til allt er í rúst. Svo er vitaskuld ekki. Allir kvótar munu ganga út og veiðar halda áfram ótrauðar þótt breytingar kunni að verða á því hverjir stunda atvinnuveginn, allt eins og gerist í öðrum atvinnugreinum. Meira en 80% þjóðarinnar vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá, eins og fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Vitaskuld er þá ekki aðeins verið að tala um fagurgala til nota í hátíðarræðum heldur bitastæð ákvæði sem veiti þjóðinni í reynd eigendavald og þar með eðlilegt endurgjald. Í orði kveðnu virðast stjórnmálaflokkarnir allir þessa sama sinnis, en segjast sumir hverjir efast um leiðirnar. Af þeim flokkum sem munu bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri-grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem hér er reifuð. Vonandi bætast fleiri flokkar í hópinn. Krefjast verður skýrra svara svo að kjósendur kaupi ekki köttinn í sekknum við kjörborðið 29. október 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bolli Héðinsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Tilhögun á veiðigjaldi því sem útgerðinni ber að greiða til samfélagsins fyrir afnot af fiskistofnunum, sameign þjóðarinnar, er eitt þeirra meginmála sem kosið verður um í komandi þingkosningum. Stjórnkerfið sjálft, aflamarkskerfið, hefur reynst vel til að ná þeim markmiðum að tryggja sjálfbæra nýtingu fiskistofnanna og ná fram rekstrarlegri hagkvæmni. Samt er enn deilt. Ástæðan er sú að það eru a.m.k. tvö önnur meginmarkmið sem ekki hafa verið virt: Að allir hafi sem jöfnust tækifæri til þátttöku í fiskveiðunum og – umfram allt – að auðlindaarðurinn af nýtingu fiskimiðanna, þjóðareignarinnar, skili sér beint til samfélagsins. Sú breyting sem kallað er eftir þarf ekki og á ekki að valda kollsteypum eins og sumir óttast og aðrir hræða með. Farsæl leið þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði: Breytingar hafi eðlilegan aðdraganda. Nýtt fyrirkomulag feli í sér vissa festu bæði fyrir sjávarútveginn og þjóðina. Með breyttu kerfi sé stuðlað að auknu aðgengi fyrir nýliða.Fullt gegnsæi í ráðstöfun aflaheimilda. Auðlindaarðurinn skili sér til þjóðarinnar.Útboð stuðlar að sátt Lengi, en þó ekki síst nú undanfarið, hafa margir bent á leið sem nær þessum markmiðum ef vel er að verki staðið. Hér skal þess freistað að draga saman meginatriði slíkrar málamiðlunarleiðar:Hægfara innköllun á núverandi aflahlutdeildum með hlutfallslegri skerðingu þeirra ár hvert. Skerðingarhlutfallið yrði pólitísk málamiðlun, en gæti t.d. verið á bilinu 10% til 20%. Það merkir að 80-90% eru kvaðalaust til ráðstöfunar frá fyrra ári til þess næsta. Núverandi handhafar kvótanna fá því rúma aðlögun. Sýna má fram á að þeir halda stórum hluta af núvirði alls auðlindaarðsins. Sú eftirgjöf er hluti málmiðlunarinnar.Uppboð á þeim kvótum sem þannig losna á hverju ári. Uppboðin þjóna tvíþættum tilgangi: Þeim að veita nýliðum aðgengi og að skila eðlilegum arði til eigandans, þjóðarinnar. Einfaldast er að hinar uppboðnu aflahlutdeildir lúti sömu skilyrðum og þær innkölluðu, þær skerðist með sama hætti. Við það skapast einsleitni í kerfinu, sem leiðir til festu og stöðugleika.Komið í veg fyrir samþjöppun kvóta og byggðaröskun. Þetta má gera með ýmsu móti, jafnvel að skerpa á þeim ákvæðum sem nú gilda og hafa ekki reynst sem skyldi. Útfærslan sjálf getur verið með ýmsu móti. Sem dæmi má nefna:Jaðarverð í uppboðunum. Gagnrýnt hefur verið að smáútgerðir kynnu að fara sér að voða með of háum tilboðum. Við þessu má sjá með því að verðið fyrir alla kvóta sem seldir eru á hverju uppboði sé jafnt því lægsta verði sem tekið er. (Færeyingar kalla þetta „lokuð“ uppboð sem hefur illu heilli verið misskilið hér því það er alls ekki lokað og allar færeyskar útgerðir hafa fengið að taka þátt í þeim útboðum sem þær kjósa.)Kvótar utan uppboða handa trilluköllum. Sagt er að þeir geti ekki staðið í því að taka þátt í uppboðum (enda þótt þeir séu seigir á fiskmörkuðum). Við þessu má sjá með því að taka frá vissan hluta sem þeir gætu keypt utan uppboða á markaðsverði.Festa með samningum. Allt fyrirkomulagið má, ef þurfa þykir, njörva niður í formi samninga milli stjórnvalda og þeirra sem hafa kvótana nú svo og þeirra sem kunna að afla þeirra á uppboðum. Sú leið málamiðlunar, sem hér er reifuð, uppfyllir fyrrgreind markmið um aðgengi nýliða og skil á arði til þjóðarinnar. Allir sitja við sama borð og fullt gagnsæi er tryggt. Hún felur ekki í sér neina kollsteypu heldur hægfara umskipti. Þá tekur hún þann kaleik frá stjórnmálamönnum að þurfa árlega að karpa um upphæð veiðigjalda. Útgerðin ákveður auðlindagreiðslurnar í reynd sjálf þegar hún tekur þátt í útboði veiðiheimildanna.Kjósendur krefjist skýrra svara Vitaskuld er aðferðin ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk. Verra er að hún hefur verið misskilin – viljandi eða óviljandi. Nefna má að gefið hefur verið í skyn að með fyrningum á kvótum sé verið að leggja sjávarútveginn niður skref fyrir skref, um 10-20% á ári þar til allt er í rúst. Svo er vitaskuld ekki. Allir kvótar munu ganga út og veiðar halda áfram ótrauðar þótt breytingar kunni að verða á því hverjir stunda atvinnuveginn, allt eins og gerist í öðrum atvinnugreinum. Meira en 80% þjóðarinnar vilja að ákvæði um þjóðareign á auðlindunum sé fest í stjórnarskrá, eins og fram kom í þjóðaratkvæðagreiðslunni 20. október 2012. Vitaskuld er þá ekki aðeins verið að tala um fagurgala til nota í hátíðarræðum heldur bitastæð ákvæði sem veiti þjóðinni í reynd eigendavald og þar með eðlilegt endurgjald. Í orði kveðnu virðast stjórnmálaflokkarnir allir þessa sama sinnis, en segjast sumir hverjir efast um leiðirnar. Af þeim flokkum sem munu bjóða fram í komandi kosningum verður að ætla að hið minnsta Björt framtíð, Píratar, Samfylkingin, Viðreisn og Vinstri-grænir, vilji að farin verði leið í anda þeirrar sem hér er reifuð. Vonandi bætast fleiri flokkar í hópinn. Krefjast verður skýrra svara svo að kjósendur kaupi ekki köttinn í sekknum við kjörborðið 29. október 2016.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun