Elliði hefur trú á að komist verði að sameiginlegri niðurstöðu sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. júlí 2016 12:43 Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist hafa trú á því að fundinn verði sameiginlegur flötur með þeim hljómsveitum sem hafa hætt við að koma fram á Þjóðhátíð vegna umdeildrar ákvörðunar lögreglustjórans. Hann útilokar ekki að einhverjar breytingar verði gerðar. Elliði átti samtal með Unnsteini Manúel, söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson, og Páleyju Borgþórsdóttir lögreglustjóra í gær og ætlar að hitta Unnstein aftur, á formlegum fundi, í dag. „Ég vil ekki með eitthvað upp úr tveggja manna tali. Einfaldlega vegna þess að þessi hittingur okkar var ekki hugsaður sem slíkur, allir gera sér grein fyrir því hvers vegna við ákváðum að ræða saman. Það er vegna þess að við deilum áhyggjum af kynferðislegu ofbeldi, við teljum að hægt sé að gera betur og við eins og allir aðrir viljum frekar sameina heldur en sundra og sameinast í baráttunni gegn þessu," segir Elliði í samtali við Vísi. Einir vinsælustu listamenn þjóðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þeir muni ekki koma fram á þjóðhátíð nema að stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Eyjum. það eru hljómsveitirnar Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco ásamt Emmsjé Gauta, Sturlu Atlas, GKR og Dikta. Elliði segir að í sameiningu verði reynt að komast að einhvers konar niðurstöðu. „Við ætlum að halda áfram að leita að sameiginlegum flötum. Það er ömurlegur samfélagslegur vandi sem fólginn er í kynferðislegu ofbeldi. Ef Unnsteinn eða aðrir geta hjálpað okkur við að nálgast þetta mál, þá hlustum við að sjálfsögðu með virðingu á það. Ef við getum gert einhverjar breytingar þá skoðum við það af fullum huga. En enn og aftur, Vestmannaeyjar hefur ekkert boðvald í þessu máli. En kannski getum við orðið til þess að miðla málum," segir hann. Tengdar fréttir Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, segist hafa trú á því að fundinn verði sameiginlegur flötur með þeim hljómsveitum sem hafa hætt við að koma fram á Þjóðhátíð vegna umdeildrar ákvörðunar lögreglustjórans. Hann útilokar ekki að einhverjar breytingar verði gerðar. Elliði átti samtal með Unnsteini Manúel, söngvara hljómsveitarinnar Retro Stefson, og Páleyju Borgþórsdóttir lögreglustjóra í gær og ætlar að hitta Unnstein aftur, á formlegum fundi, í dag. „Ég vil ekki með eitthvað upp úr tveggja manna tali. Einfaldlega vegna þess að þessi hittingur okkar var ekki hugsaður sem slíkur, allir gera sér grein fyrir því hvers vegna við ákváðum að ræða saman. Það er vegna þess að við deilum áhyggjum af kynferðislegu ofbeldi, við teljum að hægt sé að gera betur og við eins og allir aðrir viljum frekar sameina heldur en sundra og sameinast í baráttunni gegn þessu," segir Elliði í samtali við Vísi. Einir vinsælustu listamenn þjóðarinnar sendu frá sér yfirlýsingu í gær þess efnis að þeir muni ekki koma fram á þjóðhátíð nema að stefnubreyting verði hjá yfirvöldum í Eyjum. það eru hljómsveitirnar Retro Stefson, Úlfur Úlfur, Agent Fresco ásamt Emmsjé Gauta, Sturlu Atlas, GKR og Dikta. Elliði segir að í sameiningu verði reynt að komast að einhvers konar niðurstöðu. „Við ætlum að halda áfram að leita að sameiginlegum flötum. Það er ömurlegur samfélagslegur vandi sem fólginn er í kynferðislegu ofbeldi. Ef Unnsteinn eða aðrir geta hjálpað okkur við að nálgast þetta mál, þá hlustum við að sjálfsögðu með virðingu á það. Ef við getum gert einhverjar breytingar þá skoðum við það af fullum huga. En enn og aftur, Vestmannaeyjar hefur ekkert boðvald í þessu máli. En kannski getum við orðið til þess að miðla málum," segir hann.
Tengdar fréttir Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17 Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47 Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02 Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Titringur á Alþingi Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sjá meira
Vinsælustu listamenn landsins hætta við að spila á Þjóðhátíð Blöskrar viðbrögð yfirvalda í Vestmannaeyjum 21. júlí 2016 16:17
Páley stendur föst á sinni afstöðu Fundaði með hljómsveitunum í gær og útskýrði afstöðu sína. Málið virðist vera stefna í pattstöðu. 22. júlí 2016 11:47
Stígamótum og Landspítala boðið að skoða Þjóðhátíð Boðið að fara yfir fornvarnarstarf, gæsluna og viðbragðsteymið. 21. júlí 2016 19:02
Yfirlýsing frá Páleyju: Hvetur til umræðu um þann stóra samfélagslega vanda sem kynferðislegt ofbeldi er Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum segir að allar upplýsingar verði veittar um leið og talið er að það skaði hvorki rannsóknarhagsmuni né velferð brotaþola 21. júlí 2016 11:48