Erlent

Aleppo nú alfarið undir stjórn sýrlenska hersins

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Telja stjórnvöld þetta geta orðið vendipunkt í stríðinu.
Telja stjórnvöld þetta geta orðið vendipunkt í stríðinu. Vísir/AFP
Aleppoborg er nú komin alfarið undir stjórn sýrlenska hersins eftir að síðustu hópar uppreisnarmanna yfirgáfu borgina. BBC greinir frá.

Þetta er stærsti sigur stjórnarhers Assads forseta Sýrlands síðan að stríðið hófst árið 2011.  Telur sýrlenska stjórnin að þetta gæti orðið vendipunktur í borgarastyrjöldinni í landinu.

Í máli fulltrúa Sameinuðu þjóðanna kemur fram að 34 þúsund saklausra borgara sem og uppreisnarmanna hafa yfirgefið borgina frá því síðasta fimmtudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×