Innlent

Vann tugi milljóna í Víkingalottó: Keypti sem betur fer þrjá miða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Notalegt að vinna í Víkingalottói svona rétt fyrir jól segir nýjasti milljónamæringurinn.
Notalegt að vinna í Víkingalottói svona rétt fyrir jól segir nýjasti milljónamæringurinn. vísir/valli
Enn bætist í hóp nýrra íslenskra lottómilljónamæringa en sá nýjasti er annar tveggja sem var með allar aðaltölurnar réttar í Víkingalottóinu í gær en hvor um sig fékk rúmlega 53,4 milljónir í sinn hlut.

Í tilkynningu frá Íslenskri getspá segir að vinningshafinn hafi keypt miðann sinn í Olís Básnum í Reykjanesbæ en maðurinn á oft leið þar um og kaupir sér reglulega einn miða í Víkingalottó.

Að þessu sinni breytti hann reyndar út af vananum og keypti sér þrjá miða.

„Sem betur fer, annars hefði ég misst af vinningnum“ sagði hann en vinningsmiðinn var númer tvö í röðinni upp úr kassanum.  Ekkert fékkst á hina tvo miðana.  

Vinningshafinn kveðst ekki vera búinn að ákveða hvernig milljónunum verður ráðstafa enda nægur tími til þess að ákveða það. Hann var þó alveg ákveðinn í því að hans nánasta fjölskylda fengi veglegri jólagjafir en undanfarin ár.

Einnig sagði hann að tilhugsunin um að eiga allt í einu von á rúmlega 53,4 milljónum inn á bankareikninginn sinn væri einkar notaleg, sérstaklega á þessum árstíma, og bara fyrir það eitt að hafa keypt lottómiða fyrir þúsundkall.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×