Erlent

Banaslys vegna hraða og áfengis

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Réttindalausir ollu yfir 10 prósentum banaslysa í Noregi.
Réttindalausir ollu yfir 10 prósentum banaslysa í Noregi. vísir/ernir
Yfir 10 prósent banaslysa í umferðinni í Noregi á árunum 2005 til 2014 urðu þegar réttindalaus ökumaður var undir stýri eða bílaþjófur.

Norska samgöngustofan gerði úttekt á rúmlega 1.800 banaslysum á fyrrgreindu tímabili, að því er segir í frétt frá fréttaveitunni NTB.

Í um 80 prósentum banaslysanna sem réttindalausir ökumenn voru valdir að höfðu þeir ekið of hratt eða undir áhrifum áfengis. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×