Erlent

Sleppur við bætur vegna erfðagalla

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Foreldrar í Danmörku kröfðust bóta vegna erfðagalla í gjafasæði.
Foreldrar í Danmörku kröfðust bóta vegna erfðagalla í gjafasæði. NORDICPHOTOS/AFP
Eystri landsréttur í Danmörku hefur úrskurðað að sæðisbankinn Nordic Cryobank þurfi ekki að greiða foreldrum bætur þótt þeir hafi fengið gjafasæði með erfðagalla.

Sæðisbankinn fann erfðagallann þegar foreldrar greindu frá því að barnið þeirra væri með erfðagallann NF1, að því er segir á fréttavef danska ríkisútvarpsins. Það er mat foreldranna að sæðisbankinn hefði átt að skoða erfðaefni sæðisgjafans fyrirfram.

Eftir á hefur komið í ljós að sæðisgjafinn var með sýnilega bletti sem geta verið einkenni fyrrgreinds erfðagalla. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×