Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2 í beinni

Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður ítarlega fjallað um forsetakosningarnar í Bandaríkjunum.

Við verðum í beinni frá Washington og ræðum við kjósendur í Bandaríkjunum en við verðum einnig í beinni frá Hilton Nordica þar bandaríska sendiráðið mun halda kosningapartí. Við ræðum við sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi sem komst við þegar hann var spurður út í mikilvægi þess að nýta kosningaréttinn.

Í fréttunum ræðum við einnig við formann Sjálfstæðisflokksins sem gerði forseta Íslands grein fyrir stöðu stjórnarmyndunarviðræðna í dag.

Þetta og miklu meira til í kvöldfréttum Stöðvar 2, klukkan 18:30 á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar og í beinni útsendingu á fréttavefnum Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×