Íslandsmeistararnir leituðu sér hjálpar eftir skelfilega byrjun Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2016 15:15 Viðar Halldórsson hjálpaði leikmönnum Hauka að taka hausinn á sér í gegn. vísir/vilhelm Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér. Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira
Íslandsmeistarar Hauka í Olís-deild karla í handbolta byrjuðu deildarkeppnina í ár alveg skelfilega. Þeir unnu aðeins einn leik af fyrstu fjórum en botninum náði liðið þegar það fékk á sig 41 mark í 41-37 tapi gegn Fram í lok september. Haukar hafa verið þekktir fyrir frábæran varnarleik undanfarin ár en Hafnafjarðarliðið varð Íslandsmeistari annað árið í röð í maí á þessu ári og í tíunda sinn í sögu félagsins. Spilamennska Hauka hefur batnað að undanförnu en liðið er búið að vinna þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum og er nú aðeins tveimur stigum frá liðunum í 2.-4. sæti deildarinnar. En það er ástæða fyrir bættri spilamennsku liðsins. Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka, leitaði til Doktors Viðars Halldórssonar, félagsfræðings, sem kom inn í þetta með Gunnari í smá tíma. „Hann var með okkur núna í októbermánuði. Það sem mér fannst vanta og hefur gerst hjá betri liðum en hjá okkur og þú getur bara horft á öll þessi sport sem til eru að þegar þú vinnur eitthvað stórt tvö ár í röð þá fer að vanta upp á hugarfarið og hungrið,“ segir Gunnar í viðtali við fimmeinn.is.Gunnar Magnússon leitaði til vinar síns Doktors Viðars Halldórssonar.vísir/ernir„Mér fannst hugarfarið ekki í lagi í septembermánuði og það var orðið stórt vandamál að mér fannst. Þetta kom mér sjálfum á óvart því við áttum ekki við þetta vandamál að etja í fyrra. Mér fannst liðið vanta aðstoð með þetta í september og því kallaði ég á Viðar Halldórsson og það var hann sem hjálpaði okkur að komast aftur á sporið,“ sagði Gunnar. Gunnar telur Haukaliðið eiga enn þá möguleika á deildarmeistaratitlinum en liðið er átta stigum á eftir toppliði Aftureldingar. „Ef við lögum framistöðuna þá getum við gert hvað sem er, en grunnurinn að því er að við lögum varnarleikinn og fáum markvörslu,“ segir Gunnar. Aðspurður hvort umræðan um gengi Haukanna fari í taugarnar á sér segir Gunnar Magnússon: „Nei, nei, hún á alveg rétt á sér og ég hef lúmskt gaman af henni. En það er rétt að það er búið að ræða mikið okkar slæma gengi og umræðan hefur svo sem átt rétt á sér, en það er samt mikið búið að ganga á, staðan er samt bara núna að það eru bara tvö stig í annað sætið og nóg af leikjum eftir. Við erum komnir inn í pakkann.“Allt viðtalið má lesa hér.
Olís-deild karla Mest lesið Áhrifavaldur í ævilangt bann: „Ekkert sem afsakar það sem ég gerði“ Sport Orri Steinn einn verðmætasti ungi leikmaður heims Fótbolti Anton Sveinn er hættur Sport „Við ræðum það ekki við fjölmiðla“ Fótbolti Hræðileg mistök hjá Elíasi í Evrópudeildinni í gærkvöldi Fótbolti Galdraskot Óðins vekur athygli Handbolti Freyr segir ummæli sín tekin úr samhengi Fótbolti „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Íslenski boltinn Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Íslenski boltinn Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Handbolti Fleiri fréttir Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Sjá meira