Enski boltinn

"Fyndið að lýsa yfir krísuástandi þegar liðið er taplaust“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eric Dier er ekkert stressaður.
Eric Dier er ekkert stressaður. vísir/getty
Eric Dier, miðjumanni Tottenham í ensku úrvalsdeildinni, finnst það í besta falli fyndið að sparskpekingar telji krísuástand ríkja á White Hart Lane.

Tottenham gengur vissulega ekki vel að vinna leiki þessar vikurnar. Liðið er án sigurs í sjö leikjum í röð. Það er úr leik í deildabikarnum og er í erfiðum málum í Meistaradeildinni. Þá er Spurs einnig komið niður í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

„Fólk er búið að tala um krísu hjá Tottenham í þessari viku en samt erum við ekki enn þá búnir að tapa leik í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Dier á blaðamannafundi enska landsliðsins í gær.

„Auðvitað var tapið gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni í síðustu viku svekkjandi en það er bara fyndið að lýsa yfir krísuástandi þegar liðið er taplaust í deildinni.“

„Við höfum engan tíma til að svekkja okkur á þessu eða gráta. Við lögðum svo mikið á okkur á síðasta ári til að komast í Meistaradeildina en þar höfum við einfaldlega ekki spilað nógu vel. Við þurfum samt sem áður bara að horfa fram á veginn,“ sagði Eric Dier.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×