Viðskipti innlent

Styrking krónu eykur stöðugleika

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur árið 2016 nemi 4,8 prósentum, einkaneysla aukist um 7,1 prósent, fjárfesting um 21,7 prósent og samneysla um 1,8 prósent.
Gert er ráð fyrir að hagvöxtur árið 2016 nemi 4,8 prósentum, einkaneysla aukist um 7,1 prósent, fjárfesting um 21,7 prósent og samneysla um 1,8 prósent. vísir/ernir
Hagstofan gerir ráð fyrir að verðbólga aukist seinna en áður var spáð vegna mikillar gengisstyrkingar á síðustu mánuðum. Í nýrri þjóðhagsspá til ársins 2022 er gert ráð fyrir að verðbólgan fari upp í 2,4 prósent árið 2017 og 3,4 prósent 2018 en að úr henni dragi eftir það.

Þá er gert ráð fyrir að hagvöxtur árið 2016 nemi 4,8 prósentum, einkaneysla aukist um 7,1 prósent, fjárfesting um 21,7 prósent og samneysla um 1,8 prósent. Spáð er að hagvöxtur verði 4,4 prósent árið 2017 en að þá aukist einkaneysla um 5,7 prósent, fjárfesting um 7,4 prósent og samneysla um 0,9 prósent.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×