Innlent

Gera göngukort fyrir Ingólfsfjall

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Ingólfsfjall austan Hveragerðis.
Ingólfsfjall austan Hveragerðis. vísir/e. ól.
Ferðafélag Árnesinga hyggst gera kort um gönguleiðir um og yfir Ingólfsfjall.

„Til framtíðar litið er mikilvægt að göngufólki og almenningi séu veittar ábyrgar upplýsingar um gönguleiðir sem taldar eru öruggar á og við Ingólfsfjall,“ segir í bréfi ferðafélagsins til þeirra sem eiga lönd í fjallinu með ósk um leyfi fyrir kortagerðinni.

„Á undanförnum árum hafa því miður hent slys og óhöpp sem rekja má til fákunnáttu fólks um gönguleiðir á þessu svæði,“ rekur ferðafélagið, sem leggur til sex aðkomustaði að fjallinu. Tekið er fram að gönguleiðir fari ekki um ræktarlönd og að tröppur verði settar yfir girðingar.

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×