Erlent

Rússneska vandræðagemsanum vísað úr landi í annað sinn

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Shprygin og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrir nokkrum árum.
Shprygin og Vladimír Pútín, forseti Rússlands, fyrir nokkrum árum. vísir/afp
Frönsk yfirvöld hafa, í annað sinn á einni viku, vísað rússneska vandræðagemsanum Alexander Shprygin úr landi. Alexander var gert að fara af landi brott í síðustu viku vegna óeirða eftir leik Rússa og Englendinga í Marseille, þar sem hann ásamt fleiri rússneskum fótboltabullum var sagður hafa ráðist að breskum stuðningsmönnum með þeim afleiðingum að nokkrir slösuðust.

Alexander lét þó ekki segjast og fór aftur til Frakklands nokkrum dögum síðar, í þetta sinn í gegnum Spán. Hann var svo handtekinn á leik Rússa og Walesverja í Toulouse á mánudag og var sendur með flugvél til Moskvu í Rússlandi í gærkvöldi.

Alexander er ein þekktasta fótboltabulla Rússa og einn leiðtoga öfga hægri sinnaðra stuðningsmanna Rússa. Hann hefur ferðast með rússneska knattspyrnusambandinu en þeirri ákvörðun hefur verið mótmælt í Moskvu.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×