Erlent

Jórdanir loka landamærum sínum

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Haldin var minningarathöfn í Amman í gær.
Haldin var minningarathöfn í Amman í gær. vísir/epa
Yfirvöld í Jórdaníu hafa ákveðið að loka landamærum sínum að Sýrlandi og Írak eftir sjálfsmorðsárás í gær sem varð sex hermönnum að bana. Árásin var gerð frá sýrlenskri grundu, þegar vörubíl fullum af sprengiefnum var ekið að flóttamannabúðum við landamæri Jórdaníu.

Jórdönsk stjórnvöld segjast ekki ætla að reisa fleiri flóttamannabúðir né heldur stækka þær. Tugir minntust fórnarlambanna sex í höfuðborginni Amman í gær .

Ekki er vitað hver stóð að baki árásinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×