Af „mönnum“ og misskilningi í Sundlaug Kópavogs Jakob Þorsteinsson skrifar 22. júní 2016 07:00 Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Tilefni þessarar greinar er grein sem Lárus Jón Guðmundsson skrifar og birtist Fréttablaðinu 16. júní sl., undir yfirskriftinni „Er kúkur í Sundlaug Kópavogs“. Nokkurs misskilnings gætir í greininni sem rétt að leiðrétta. Í hátt í tvo áratugi hafði fyrirtækið GYM heilsa rekið líkamsræktarstöðvar í sundlaugunum í Kópavogi. Þeirri starfsemi lauk 31. maí síðastliðinn og mun nýtt fyrirtæki hefja rekstur í haust í þess stað. Frá upphafi hefur sala á kortum í GYM heilsu farið í gegnum afgreiðslu sundlauganna í Kópavogi, þar sem starfsmenn lauganna hafa selt kortin fyrir hönd GYM heilsu og tekið á móti greiðslu fyrir hönd þess fyrirtækis og kann að vera að það hafi valdið því að sumir telji að sundlaugarnar í Kópavogi og GYM heilsa séu eitt. En svo er ekki. GYM heilsa er einkafyrirtæki sem hefur rekið líkamsrækt fyrir sína gesti, borgað leigu til lauganna og keypt aðgang að laugunum fyrir sína gesti. Þeir sem hafa keypt kort af GYM heilsu eru því viðskiptavinir þeirra og geta því ekki gert kröfu á aðra en það fyrirtæki varðandi efndir. Á heimasíðu GYM heilsu, gymheilsa.is, sést að GYM heilsa býður viðskiptavinum sínum sem enn eiga kort sem eru í gildi að æfa í Sporthúsinu. Ef það úrræði hentar ekki og viðskiptavinir þeirra vilja fá kortin sín uppfyllt á annan hátt geta þeir farið á skrifstofu GYM heilsu á Suðurlandsbraut 48 í Reykjavík og fengið úrlausn sinna mála. Vonandi geta allir sætt sig við þau málalok. Að lokum vil ég þakka Lárusi Jóni fyrir hlý orð í garð Sundlaugar Kópavogs og sérstaklega þá í garð starfsmanna. Þá skemmdi ekki fyrir hversu oft hann nefndi Sundlaug Kópavogs með nafni í grein sinni þó svo að betra hefði verið að það hefði verið í tengslum við eitthvað annað en kemur fram í fyrirsögn greinar hans. Lárus Jón segir að það kunni að vera gott að búa í Kópvogi. Ef svo er, þá er enn betra að búa þar vegna Sundlaugar Kópavogs. Og að lokum, í Sundlaug Kópavogs eru bara menn, engir mannar.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun