Erlent

Minnst átta látnir eftir að brú hrundi nálægt Balí

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Brúin tengdi eyjurnar Nusa Lembongan og Nusa Ceningan.
Brúin tengdi eyjurnar Nusa Lembongan og Nusa Ceningan. Vísir/Getty
Minnst átta eru látnir eftir að brú, sem tengdi tvær litlar eyjar nálægt ferðamannaparadísinni Balí, hrundi. Fjöldi fólks var á ferð yfir brúna þegar hún byrjaði að nötra og hrundi. Minnst þrjú börn eru meðal látinna.

Brúin tengdi eyjurnar Nusa Lembongan og Nusa Ceningan, sem eru við suð-austurströnd Bali. Mikið af fólki var á ferð um brúna vegna hindúa athafnar í nærliggjandi musteri. Vatnið var frekar grunnt en líklegt er að fólk hafi orðið undir brakinu.

Ekki er vitað hvort fleiri sé saknað en leit verður haldið áfram á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×