Ólafur stefnir íslenska ríkinu Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. október 2016 18:30 Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess. Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur stefnt embætti ríkissaksóknara og íslenska ríkinu fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann krefst þess að úrskurður endurupptökunefndar frá því í janúar síðastliðnum, þar sem endurupptöku um þátt hans Al-Thani málinu var hafnað, verði felldur úr gildi og viðurkennt að skilyrði fyrir endurupptöku málsins séu uppfyllt. Ólafur var sakfelldur í Hæstarétti í febrúar 2015 fyrir hlutdeild í markaðsmisnotkun en sýknaður af sakargiftum um hlutdeild í umboðssvikum og um hylmingu og peningaþvætti í Al-Thani málinu. Ólafur hefur frá upphafi haldið fram sakleysi sínu og fór þess á leit við endurupptökunefnd í maí 2015 að mál hans yrði endurupptekið en beiðnina byggði hann á tveimur megin þáttum; að Hæstiréttur hefði lagt rangt mat á sönnunargögn í málinu og að tveir dómarar í Hæstarétti hefðu verið vanhæfir vegna vensla. „Þetta er fyrst og fremst tilraun til þess að fá rétta niðurstöðu í mál. Réttan dóm. Þótt Mannréttindadómstóll Evrópu hafi tekið mál, mína kæru til formlegrar skoðunnar þá og ég geri mér vonir um að dómurinn taki málið upp og dæmi ríkið þá skiptir öllu að málið fari aftur til efnismeðferðar fyrir íslenska dómstóla. Ég hins vegar ber ekki traust til dómsins og ég tel að þessi dómur sé rangur. Dómararnir réttilega vanhæfir til þess að fjalla um þetta og því er afar mikilvægt að þetta fari aftur fyrir Hæstarétt,“ sagði Ólafur Ólafsson í samtali við fréttastofu í dag. Í stefnunni, sem Fréttastofan hefur undir höndum og hefur verið afhent Ríkissaksóknara og Innanríkisráðherra, er reynt að skjóta stoðum undir hvoru tveggja. Við meðferð málsins hjá endurupptökunefnd viku tveir nefndarmenn af þremur sæti vegna vanhæfis en deilt var um vanhæfi þriðja nefndarmannsins, sem þó sat áfram og tók þátt í vinnslu og úrskurði nefndarinnar um að hafna erindi Ólafs. Í stefnunni eru færð rök fyrir því að niðurstaða endurupptökunefndar sé efnislega röng, illa rökstudd og ekki í samræmi við gögn sem lögð voru fyrir nefndarmenn. Í samstali við Sigríði Friðjónsdóttur, ríkissaksóknara og fulltrúa frá innanríkisráðuneytinu í dag kom fram stefnan sé nú til meðferðar hjá ríkislögmanni sem rekur dómsmál fyrir ríkið og stofnanir þess.
Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira