Erlent

Fimmtán ára dóttir Tyson Gay skotin til bana á veitingastað

Anton Egilsson skrifar
Tyson Gay er fyrrum heimsmeistari í 100 og 200 metra spretthlaupi.
Tyson Gay er fyrrum heimsmeistari í 100 og 200 metra spretthlaupi. Vísir/GETTY
Dóttir bandaríska hlauparans Tyson Gay var skotin til bana á veitingastað í Lexington í Kentucky fylki. Daily Mail greinir frá þessu.

Hin 15 ára Trinity Gay var stödd á veitingastað þegar skothríð hófst á milli tveggja bíla. Hún var ekki farþegi um borð í bílunum en banamein hennar var byssuskot sem hæfði hana í hálsinn. Tveir menn sem haldið er að tengist árásinni eru í haldi lögreglu.

Trinity var líkt og faðir sinn spretthlaupari og keppti í 100 og 200 metra hlaupi en Tyson er fyrrum heimsmeistari í báðum greinum.

Ferill Tysons hefur þó ekki alltaf verið dans á rósum en hann var árið 2013 dæmdur í eins árs keppnisbann fyrir lyfjamisnotkun. Var í kjölfarið bandaríska sveitin sem Tyson var hluti af svipt silfurverðlaunum sem þeir unnu á Ólympíuleikunum í London árið 2012.

 

 


Tengdar fréttir

Af hlaupabrautinni á bobsleðann

Bandaríski spretthlauparinn Tyson Gay virðist vera hættur að hlaupa og reynir nú fyrir sér í bobsleða-keppni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×