Erlent

Kínverjar senda tvo menn út í geim

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Bless, bless, gætu geimfararnir verið að segja.
Bless, bless, gætu geimfararnir verið að segja. Vísir/EPA
Kínversku geimfari verðir skotið á loft á morgun, mánudag, frá geimvísindastöð Kína í Góbí-eyðimörkinni. Um borð verða tveir geimfarar.

Ferðinni er heitið til rannsóknarstöðvarinnar Tiangong 2 sem er á sporbraut um jörðu. Þar munu geimfararnir tveir dvelja í mánuð.

Kína ætlar sér stóra hluti í geimnum næstu árin og ætla yfirvöld þar í landi að koma á fót mannaðri geimstöð fyrir árið 2022.

Kínversk yfirvöld segja að áætlanir þeirra í geimnum séu friðsamlegar en bandaríska varnarmálaráðuneytið segir að Kína stefni að því að koma í veg fyrir að aðrir geti sótt til geimsins.

Stefnt er að því á allra næstu árum að geimferðum Kínverja fjölgi til muna og verði nokkrar á hverju ári, fremur en á nokkurra ára fresti, líkt og nú.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×