Lífið

Svona var bardagi bastarðanna í GoT gerður

Birgir Örn Steinarsson skrifar
Atriðið var af stærstum hluta sett saman í tölvu.
Atriðið var af stærstum hluta sett saman í tölvu. Vísir/HBO
Í næst síðasta þættinum í nýafstaðinni seríu af Game of Thrones var eitt magnaðasta bardaga atriði sem sést hefur. Þar barðist Jon Snow á móti ofurefli en illmennið Ramsay Bolton hafði hertekið æskuheimili hans og hafði nær tvöfalt stærri her til þess að verjast með.

Bardaginn á milli herja þeirra var mögnuð veisla fyrir augað og eflaust margir sem veltu því fyrir sér hvernig í ósköpunum þetta nær tuttugu mínútna atriði var gert.

Fyrirtækið Iloura sem sá um stafræna útfærslu á atriðinu hefur nú deild myndbandi á netinu sem gefur áhugasömum innsýn inn í hvernig slíkt er gert. Þar sér maður hversu stór hluti er unnin í tölvum og hversu mikil vinna liggur þar á bak við.

Myndbandið má sjá hér að neðan. Njótið vel.

Iloura 2016 Game of Thrones Season 6 breakdown reel from Iloura on Vimeo.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×