Virðing og kærleikur Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar 30. júní 2016 07:00 Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiða Björg Hilmisdóttir Mest lesið Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Skoðun Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Við þróun úrræða fyrir fólk sem þarf tímabundna fjárhagsaðstoð til framfærslu hefur Reykjavíkurborg byggt á rannsóknum og reynslu til fjölda ára. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er alltaf síðasta úrræði fólks og hver og einn einstaklingur hefur sínar ástæður fyrir að þurfa slíkan stuðning. Lykillinn að árangri í slíkri stöðu er að vinna með hverjum, byggja á styrkleikum hans og finna möguleikana sem viðkomandi hefur í samfélaginu.Virkni og jöfnuður Niðurstöður rannsókna sýna að heilsufar þeirra sem þurfa á fjárhagsaðstoð sveitarfélags að halda, virðist í flestum tilvikum lakara en almennings. Þeim líður verr og upplifa sig jafnvel sem annars flokks þegna samfélagsins. Afar mikilvægt er að bregðast hratt við til að koma í veg fyrir að fólk sé lengi í þessari erfiðu aðstöðu enda stuðlar virk samfélagsþátttaka og meiri jöfnuður að vellíðan allra. Rætt hefur verið um mismunandi leiðir og skilyrðingar í þessu sambandi en reynsla og rannsóknir eru misvísandi um hvaða leiðir eru bestar. Velferðarsvið hefur farið blandaða leið þar sem mikil áhersla hefur verið á samvinnu við fagaðila eins og Virk, Vinnumálastofnun og atvinnumáladeild Reykjavíkurborgar. Við höfum kallað þessa blönduðu leið Reykjavíkurmódelið, sem er þróuð til að mæta þörfum hópa og einstaklinga á þeirra forsendum.Umhyggja skilar árangri Í kjölfar kreppunnar árið 2008 jókst fjöldi þeirra einstaklinga sem leitaði eftir fjárhagsaðstoð gríðarlega. Frá árinu 2014 hefur fólki í þessum aðstæðum fækkað hægt og bítandi í Reykjavík, ekki síst á liðnum 12-15 mánuðum. Á fyrstu þremur mánuðum þessa árs fækkaði einstaklingum sem þiggja fjárhagsaðstoð í Reykjavík um tæp 24 prósent samanborið við sama tíma í fyrra. Mikilvægt er að stöðugt sé unnið markvisst og af umhyggju og kærleik, að virkri samfélagsþátttöku allra. Best væri auðvitað ef enginn þyrfti á tímabundinni fjárhagsaðstoð til framfærslu að halda, og að samfélag okkar væri þannig úr garði gert að þar væri rúm fyrir alla á vinnumarkaði eða í skóla og að hæfileikar og kraftar allra nýttust til verðmætasköpunar og þátttöku í samfélaginu án sértækra aðgerða.Samfélag fyrir alla? En svo er því miður ekki enn sem komið er, og það er mikilvægt að hafa í huga við stjórn sveitarfélaga, ríkis og fyrirtækja hvaða áhrif ákvarðanir hafa á þennan hóp fólks. Óljóst er t.d. hvaða áhrif breytingar á framhaldsskólum landsins hafa á þennan hóp, breytingar á lánasjóði námsmanna, aukin kostnaðarþátttaka í heilbrigðiskerfinu og fleira sem hefur bein áhrif á tækifæri fólks í lífinu. Þá má nefna að á meðal þeirra sem fá fjárhagsaðstoð sér til framfærslu hefur hlutfall 67 ára og eldri farið vaxandi, en þar er um að ræða fólk sem hefur takmörkuð eða engin lífeyrisréttindi á landinu og því ekki önnur úrræði. Ríkið þarf að huga að varanlegri leiðum til framfærslu fyrir þennan hóp, enda er fjárhagsaðstoð ekki hugsuð sem langtíma úrræði.Stuðningur til betra lífs Árangurinn sem hefur náðst í Reykjavík, má að sjálfsögðu að einhverju leyti rekja til betra atvinnuástands í þjóðfélaginu almennt, en ekki síður til markvissrar vinnu velferðarsviðs í að bæta þjónustu við fólk sem sækir um fjárhagsaðstoð og styðja það til betra lífs. Við í Reykjavík munum áfram vanda okkur við þetta mikilvæga verkefni enda markmiðið afar skýrt – að styrkja fólk til sjálfshjálpar og virkni með umhyggju og virðingu.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson Skoðun