Veltir fyrir sér hvort viðskiptabannið hafi einhver áhrif að lokum Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. janúar 2016 21:30 Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi. Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur efasemdir um stuðning Íslands við viðskiptaþvinganir gagnvart Rússum. Segir hann að ríkisvaldið þurfi síðar meir að koma til móts við einstök byggðarlög sem verða fyrir miklu tjóni vegna gagnaðgerða Rússa. Viðskiptabann Rússa á íslenskar sjávarafurðir hefur nú staðið yfir síðan í ágúst, þegar Íslandi var bætt á lista yfir lönd þaðan sem bannað væri að flytja inn matvörur frá. Á listanum voru fyrir Evrópusambandslöndin, Bandaríkin og Ástralía sem standa saman að viðskiptaþvingunum gagnvart Rússlandi vegna átakanna í Úkraínu. Í desember var ákveðið að framlengja stuðning viðskiptabannsins um óákveðinn tíma en til stóð að það félli niður nú í lok janúar. Rússar tóku í kjölfarið ákvörðun um að víkka bannið út og loka einnig á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru nokkuð mikilvægir markaðir, meðal annars fyrir íslenskan makríl. Á fimmtudag var því einnig lokað á innflutning íslenskra fyrirtækja til Hvíta-Rússlands og Kasakstan, sem eru í tollabandalagi með Rússum. Þetta eru nokkuð mikilvægir markaðir fyrir íslenskan sjávarútveg. „Fyrir einstök byggðarlög hér í landi hefur þetta gríðarleg áhrif og það þýðir þá að ríkisvaldið verður að koma til móts við þau með einhverjum hætti. Það getur verið flókið. Þetta eru fyrst og fremst byggðarlögin þar sem loðnufrysting fer fram því að loðnuafurðirnar eru bara seldar til Rússlands, þegar um heilfrysta loðnu er að ræða. Á Djúpavogi hefur verið fiskeldi og eini markaðurinn sem þeir hafa haft er Rússland. Svo það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir það byggðarlag. Þannig að Vopnafjörður og Djúpivogur eru kannski þau byggðarlög sem þetta hefur mest áhrif á,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. SFS og samtök atvinnulífsins hafa gagnrýnt áframhaldandi stuðning við viðskiptabannið og hafa þrýst á stjórnvöld að láta af banninu vegna viðskiptahagsmuna sem þar eru undir. „Ríkisstjórnin hefur fjallað um þetta og verið sammála um það að fylgja öðrum vestrænum þjóðum. Við getum hins vegar haft efasemdir um að Ísland geti sett viðskiptaþvinganir á nokkurt land. Þess vegna er stuðningur okkar fyrst og fremst táknrænn. Þegar við horfum upp á að aðrar þjóðir, sem eru í þessum hópi, hafi aukið viðskipti sín við Rússland á sama tíma þá hljótum við auðvitað að velta fyrir okkur hvort þetta sé eðlilegt fyrirkomulag og komi til með að hafa einhver áhrif að lokum. Þetta hafa verið mikilvægir markaðir fyrir okkur um áratugi, og því lengur sem við missum þá því líklegra er að við missum þá til einhverra annarra og getum ekki unnið þá aftur,“ segir Sigurður Ingi.
Mest lesið Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira