Þórunn átti erfitt með að gangast við þjóðerni sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 11:15 Þúsundir hafa leitað aðstoðar á Lesbos Vísir/AFP „Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016 Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira
„Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016
Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Sjá meira