Þórunn átti erfitt með að gangast við þjóðerni sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 11:15 Þúsundir hafa leitað aðstoðar á Lesbos Vísir/AFP „Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
„Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016
Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira