Lewis Hamilton og Nico Rosberg lentu saman snemma á fyrsta hring. Áreksturinn batt enda á keppni beggja ökumanna.
Hamilton var á ráspól, Rosberg stal fyrsta sætinu á ráskaflanum. Hamilton ætlaði að svara fyrir sig, Rosberg lokaði á hann og Hamilton fór út á grasið og missti gripið og straujaði Rosberg með sér.
Sjon er sögu ríkari, en myndbandið má sjá hér efst í greininni.
Hamilton og Rosberg klesstu á hvorn annan á fyrsta hring og eru úr leik | Myndband
Tengdar fréttir

Forseti Ferrari ætlast til þess að liðið vinni spænska kappaksturinn
Sergio Marchionne ætlast til þess af Ferrari liðinu að það fari að snúa við blaðinu og sigra Mercedes. Hann vill að liðið byrji á að vinna spænska kappaksturinn um helgina.

Rosberg: Tækifæri á morgun til að stela fyrsta sætinu
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni i dag. Hann náði í sinn 52. ráspól á ferlinum. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Lewis Hamilton á ráspól á Spáni
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur í tímatökunni fyrir spænska kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull var þriðji.

Ferrari sýnir mátt sinn á föstudagsæfingum
Sebastian Vettel á Ferrari var fljótastur á fyrri æfingu dagsins fyrir spænska Formúlu 1 kappaksturinn. Nico Rosberg á Mercedes var fljótastur á seinni æfingunni. Ferrari virðist nær Mercedes en áður á tímabilinu.