Viðskipti innlent

95 prósent taka vel í hugmynd um nýtt tryggingafélag

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Þátttakendur í könnun FÍB virðast taka vel í þá hugmynd að fá nýtt tryggingafélag á markaðinn.
Þátttakendur í könnun FÍB virðast taka vel í þá hugmynd að fá nýtt tryggingafélag á markaðinn. vísir/auðunn
95 prósent svarenda könnunar á heimasíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda segjast tilbúnir til að skipta um tryggingafélag. Þegar þetta er ritað hafa rúmlega 3.700 svarað könnuninni.

Könnunin virðist vera svar FÍB við tilkynningu á vef Fjármálaeftirlitsins þar sem fram kom meðal annars að neytendum væri hvenær sem er heimilt að segja upp vátryggingum sínum og færa til annars félags. Rétturinn er nýtilkominn en hann kom inn í lög um vátryggingasamninga með breytingalögum síðasta sumar.

Í samtali við Vísi fyrr í vikunni sagði Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, að félagið væri að skoða möguleikann á því að fara út í einhverskonar tryggingastarfssemi.

Í niðurstöðum áðurnefndrar könnunar kemur fram að þrjú prósent svarenda séu ánægðir hjá því fyrirtæki sem þeir skipta við nú þegar en að tvö prósent sjá ekki að það myndi skipta neinu ef nýtt félag kæmi á markaðinn.


Tengdar fréttir

Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr






Fleiri fréttir

Sjá meira


×