Viðskipti innlent

Vill skoða hvort lagabreytinga um tryggingafélögin sé þörf

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/Valli
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir að skoða þurfi hvort þörf sé á lagabreytingum um tryggingafélögin vegna frétta um tug milljarða arðgreiðslur til hluthafa á síðustu árum. Hann segir að um mikið áhyggjuefni sé að ræða.

 „Það er alls ekki í anda laga um vátryggingarstarfsemi að mínu mati og sérstakt áhyggjuefni þegar um er að ræða lögbundnar skyldutryggingar sem menn verða að taka. Það þurfa að gilda sérstakar reglur um fjármála og tryggingafyrirtæki. Tryggingafyrirtæki eru á vissan hátt fjármálafyrirtæki þannig að við þurfum að skoða hvort þörf sé að breyta reglum til þess að koma í veg fyrir óæskilega hegðun á þessum markaði,“ sagði Sigmundur Davíð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

„Græðgisvæðingin komin aftur?“

Fyrirspurnin kom frá Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni Vinstri grænna, sem óskaði eftir viðhorfi forsætisráðherra í garð arðgreiðslna tryggingafélaganna til hluthafa. „Er þetta til marks um það að græðgisvæðingin sé komin aftur á fulla ferð? Að viðhorfin frá 2006 – 2007 séu bara komin í algleyming á nýjan leik?“ sagði Steingrímur. Þá óskaði hann jafnframt eftir svörum frá Sigmundi um hvort hann hygðist mótmæla, líkt og forveri hans Davíð Oddsson gerði á sínum tíma.

„Það var einu sinni forsætisráðherra sem mótmælti hegðun banka sem hneykslaði hann með því að labba með fjölmiðla á eftir sér inn í bankann og tæmdi sína reikninga þar. Hefur hæstv. ráðherra velt fyrir sér að fara í demóstrasíon og mótmæla með fótunum ef svo má að orði komast,“ sagði hann.

Sigmundur taldi spurninguna vart svaraverða. „Þrátt fyrir augljósa aðdáun háttvirts þingmanns á forvera mínum Davíð Oddssyni og aðferðum hans við að mótmæla þá ætla ég ekki að blanda mínum eigin tryggingum í þessa umræðu. Þetta er stærra mál en svo að afstaða mín til tryggingafélags eigi að ráða hér úrslitum. Þetta er mjög stórt mál og mikið áhyggjuefni að mínu mati,“ sagði Sigmundur.


Tengdar fréttir

Vill skýringar vegna fyrirhugaðra greiðslna

Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis vill skýringar vegna arðgreiðslna tryggingafélaganna. Formaður FÍB segir fólki almennt misboðið. FME bendir á að félögin séu hlutafélög og bótasjóðir ekki í eigu þeirra sem í þá gr






Fleiri fréttir

Sjá meira


×