Endurbætur á Hafnarhúsinu kosta mörg hundruð milljónir Höskuldur Kári Schram skrifar 9. mars 2016 18:45 Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin. Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Velferðarráðuneytið verður flutt úr Hafnarhúsinu við Tryggvagötu á næstu vikum út af raka og myglusvepp sem hefur haft áhrif á marga starfsmenn. Illa hefur gengið að uppræta vandann og munu endurbætur á húnæðinu kosta mörg hundruð milljónir. Myglusveppurinn greindist fyrir nokkrum misserum en allar tilraunir til að uppræta vandann hafa ekki borið árangur. Húsnæðið er í eigu Faxaflóahafna sem nú hafa komist að samkomulagið við ráðuneytið um losa það undan leigusamningi. Bolli Bollason starfandi ráðuneytisstjóri segir að sjö starfsmenn hafi fundið fyrir alvarlegum einkennum af völdum myglusvepps. „Þetta byrjaði á því að nokkrir fóru að kvarta en svo hefur þetta verið að færast í vöxt. Í einhverjum tilvikum er fólk bara heima við núna. Við þurftum að flytja það út úr húsi. Þannig að á þessum tímapunkti var ákveðið að kanna aðra möguleika. Þegar við sáum að þetta var að breiðast út,“ segir Bolli. Ráðist verður í viðamiklar endurbætur á húsinu en Gísli Gíslason hafnarstjóri segir að það mun kosti verulegar fjárhæðir. „Það mun kosta fleiri hundruð milljónir. Við eigum eftir að fara yfir húsið í heild og vega og meta einstaka þætti og einstaka hluti. Sumir eru eflaust í lagi. Aðrir eru eflaust með myglu líka,“ segir Gísli. Húsið er byggt árið 1933 en myglusveppurinn hefur aðallega fundist í viðbyggingu á fjórðu hæð sem var reist síðar. Listasafn Reykjavíkur er einnig með aðstöðu í Hafnarhúsinu og ekki er útilokað að þetta muni hafa áhrif á starfsemi safnsins. „Við útilokum ekkert. Það þarf að fara yfir þetta í heild. Það mun kosta peninga en heilsan gengur fyrir hjá fólkinu,“ segir Gísli. Um áttatíu manns vinna hjá velferðarráðuneytinu en Bolli segir viðbúið að flutningarnir muni kosta tugi milljóna. Leit að nýju húsnæði er þegar hafin.
Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira